Að tala tungum er hollt fyrir heilann

Tala tungum

Á ferðalögum erlendis er óneitanlega skemmtilegra að geta tjáð sig á erlendu tungumáli fremur en með handapati. Tungumálakunnátta gefur okkur möguleika til að eiga samskipti við fólk með ólíkan menningarlegan bakgrunn og sýn á lífið og bætir skilning okkar á því samfélagi sem við heimsækjum. Auk þess sýna rannsóknir að það að læra nýtt tungumál hægir á öldrun heilans og gerir þig betri í þínu eigin móðurmáli.

Það er bæði hægt að læra tungumál á námskeiðum og á netinu. T.d. stendur Mímir símenntun fyrir námskeiðum í nóvember sem sem ætlað byrjendum í ensku annars vegar og spænsku hins vegar.

Enska fyrir byrjendur verður haldið 4.-23. nóvember
Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:10-19:20.
Sjá nánar:

Spænska fyrir byrjendur verður haldið 2.-18. nóvember.
Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:10-19:20.
Sjá nánar: 

Duolingo er mjög góður vefur þar sem hægt er að læra nokkur tungumál ókeypis. Vefurinn notar stigakerfi til að hvetja þig áfram og sendir þér áminningu um að æfa þig. Ef að þú kannt eitthvað í tungumálinu þá getur þú getur tekið stöðupróf í stað þess að byrja frá grunni.

Sjá nánar á

Skip to content