Fréttabréf apríl 2020

Lífið á tímum COVID-19

Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna í apríl tekur, líkt og fréttabréfið í mars, mið af COVID-19 faraldrinum sem heldur áfram að hafa umtalsverð áhrif á daglegt líf okkar allra. Við bíðum með óþreyju eftir vorinu og því að lífið komist í fyrra horf.

Frá og með 4. maí verður létt á einhverjum hömlum en reikna má með því að einhverjar takmarkanir á samkomuhald og ferðalögum til og frá landinu geti varað fram á næsta ár.

Við höfum nú þegar náð stórum áfanga með því að „hlýða Víði“ og fara eftir leiðbeiningum „þríeykisins.“ Boðaðar slakanir koma með STÓRUM fyrirvörum um að ef við förum of geyst gætum við endað aftur á upphafspunkti. Því er mikilvægt að við höldum áfram að fara varlega eftir 4. maí. Eða einsog Víðir segir: „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera, að við lendum ekki í því núna í maí að af því að við högum okkur með óábyrgum hætti þurfi að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn, það ætlar sér enginn að gera það. Við verðum að vera einbeitt. Við ætlum að vinna þetta saman. Við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir – gerum þetta saman.“

Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna í apríl er, einsog mars fréttabréfið, tileinkað tækifærum sem hægt er að nýta á tímum COVID-19 faraldursins. Vonandi koma þau ykkur að notum.

Með bestu kveðju,
Hjördís Hendriksdóttir
formaður stjórnar Vöruhúss tækifæranna
netfang: vt@voruhus-taekifaeranna.is

Hvernig væri að „hittast“ á Zoom-inu?

Zoom tölvufjarfundakerfið veitir ókeypis aðgang fyrir ótakmakaðan fjölda funda í 40 mínútur í senn fyrir allt að 100 þátttakendur í einu. Ef 40 mínúturnar duga ekki má samstundis bjóða á nýjan fund í aðrar 40 mínútur. En forritið nýtist ekki einungis fyrir formlega vinnufundi eða til kennslu. Einstaklingar, fjölskyldur og vinahópar geta einnig nýtt sér forritið til að vera í sambandi við hvert annað. Á tímum COVID-19 faraldursins, þegar takmarkanir gilda um samkomur, hafa fjölmargir nýtt sér þennan samskiptamáta á nýstárlegan hátt svo sem fyrir „happy hour“ með vinum í lok vinnuviku, bókaklúbbinn, saumaklúbbinn, sameiginlegan fjölskyldu-kvöldverð eða bara huggulegt vinaspjall.

Forritið er auðvelt í notkun og um að gera að prófa sig áfram. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar á íslensku en auðvelt er að finna alls konar myndbönd (á ensku) á netinu þar sem farið er ítarlega í hvernig nota má Zoom forritið.
 1. Forritinu er hlaðið niður á heimasíðu Zoom á https://zoom.us/support/download
   
 2. Til að búa til eigin aðgang er farið á síðuna sem birtist og heitir: https://zoom.us/signup
  Þar er fyrst spurt um a) fæðingardag viðkomandi og þar á eftir b) um netfang viðkomandi. Zoom sendir staðfestingarpóst á það netfang sem gefið er upp. Í staðfestingarpóstinum er hnappur með heitinu „Activate Account.“ Annars vegar er hægt að ýta á „Activate Account“  hnappinn í tölvupóstinum eða að afrita og líma slóðina sem birtist til að virkja aðgang viðkomandi.
   
 3. Því næst er spurt um hvort að aðgangurinn er stofnaður af hálfu skóla eða einstaklings.
   
 4. Þá er þátttakandi beðinn um að búa sér til lykilorð (password).
   
 5. Þegar búið er að virkja Zoom-aðganginn fær viðkomandi hlekk fyrir sína eigin fundi og appelsínugulan hnapp til að búa til fund eða að tengjast eigin reikningi. Ef það síðara er valið birtist Personal Meeting ID sem notað er til að boða fund og bjóða á fundinn.
Gangi ykkur vel að nýta ykkur Zoom og njótið samskiptanna.

Frekari upplýsingar um Zoom má finna á vefslóðinni
https://www.theverge.com/2020/3/31/21197215/how-to-zoom-free-account-get-started-register-sign-up-log-in-invite

Gönguleiðir með rafrænni leiðsögn

Wapp er íslenskt gönguapp þróað af Einari Skúlasyni. Appið er ókeypis og hægt er að hlaða því niður úr App Store fyrir iPhone síma og Google Play fyrir Android síma.

Wapp leiðir notendur um meira en 230 göngu-, hjóla- og hlaupaleiðir á Íslandi. Langflestar leiðirnar eru þó gönguleiðir.

Auk þess að veita upplýsingar um leiðirnar þá fylgja með kort og myndir. Texti fylgir öllum leiðum en þær sem eru merktar sem leiðsögn innihalda mun meiri texta en þær sem eru merktar sem hreyfing. Hægt er að velja göngur eftir erfiðleikastigum, þ.e. 1) auðvelda göngu; 2) meðal-göngu og 3) erfiða göngu. Þá kemur fram í göngulýsingum hversu margir kílómetrar hver ganga er, hver mesta hækkun er og áætlaður tími sem hver ganga tekur.

Þá má benda á að appið eykur öryggi notenda. Í samstarfi við Neyðarlínuna er notendum boðið að senda Neyðarlínunni skilaboð, gjaldfrjálst, með staðsetningu á meðan á göngu stendur. Þau skilaboð eru ekki skoðuð af Neyðarlínunni nema ef einhver tilkynnir að manneskju sé saknað.

Hægt er að fá frekari upplýsingar á Wapp vefsíðunni http://wapp.is/

Taktu þátt í alþjóðlegri samkeppni um Sköpun í lífi eldri borgara Listinni að lifa á ævintýralegum tímum

AIUTA, alþjóðleg samtök Háskóla þriðja æviskeiðsins (U3A), efna til samkeppni um

Sköpun í lífi eldri borgara – Listin að lifa á ævintýralegum tímum.“ 

Keppt er í fimm flokkum: frumsamið ljóð (má vera á íslensku ef ensk þýðing fylgir með), teikning eða málun, söngur eða frumsamið lag , sköpun og íþróttaljósmyndun. Keppnin stendur yfir frá apríl til 15 ágúst 2020

AIUTA, alþjóðleg samtök Háskóla þriðja æviskeiðsins (U3A), efna til samkeppni um „Sköpun í lífi eldri borgara – Listin að lifa á ævintýralegum tímum.“  Keppt er í fimm flokkum: frumsamið ljóð (má vera á íslensku ef ensk þýðing fylgir með), teikning eða málun, söngur eða frumsamið lag, sköpun og íþróttaljósmyndun. Keppnin stendur yfir frá apríl til 15 ágúst 2020.

Verðlaunahöfum verður boðið verðlaunaafhendingu sem fram fer á alþjóðlega ráðstefnu The World Senior Tourism Congress sem fram fer á næsta ári.

Hér má nálgast reglur samkeppninnar og skráningarform
https://www.aiu3a.org/v2/news2/news162-en.html

Þátttakendur þurfa að vera skráðir félagar í U3A (sjá nánar á
http://www.u3a.is/is/moya/formbuilder/index/index/umsokn-um-felagsadild).

Við hvetjum ykkur til að virkja eigin sköpunarkraft og taka þátt í samkeppninni!

Menningararfurinn og notkun snjallsíma

Hefur þú áhuga á að kynnast tilteknum menningararfi nánar? Ef svo er þá er tilvalið að skrá upplýsingar um hann og leiðina að honum stafrænt í snjallsímann þinn í appið Wikiloc. Það er einmitt það sem við erum að gera í HeiM verkefninu, sem U3A Reykjavík er aðili að ásamt samstarfsaðilum á Spáni, í Póllandi og í Króatíu. Leiðirnar eiga að vera þægilegar og henta þriðja æviskeiðinu, 50+. Hugmyndirnar eru óendanlega margar og sem dæmi þá eru nokkrir félagar í U3A Reykjavík að hanna og kortleggja nokkrar slíkar leiðir þessa dagana. Nefna má þar sólstöðugöngu í Viðey þar sem skráðar eru upplýsingar um hús frá 14. og fram á 19. öld og útilistaverkaganga um miðborg Reykjavíkur þar sem flestir listamannanna eru menntaðir í listaháskólum í Evrópu. Meðal áhugaverðra leiða gæti verið að ganga á milli staða og húsa þar sem forfeðurnir hafa búið og skrá sögu þeirra til þess að hún gleymist ekki. Lesa meira um HeiM og leiðir að menningararfinum.

Í HeiM verkefninu, sem U3A Reykjavík er aðili að ásamt Spáni, Póllandi og Króatíu, felast tækifæri fyrir þriðja æviskeiðið, 50+, til þess að læra að nota snjallsímann til að hanna og búa til leiðir að menningararfi að eigin vali. Verkefnið snýst einmitt um að skilgreina menningararfinn sem þér finnst skipta máli og hvernig má kynnast honum. HeiM stendur fyrir Heritage in Motion eða Leiðir að menningararfinum og eiga leiðirnar að taka part af degi og vera aðgengilegar þessum markhópi, 50+.

Að undanförnu hafa nokkrir U3A félagar einmitt verið að velja sér menningararf af áhuga, ákveða leiðina að honum og áningarstaði á leiðinni, lesa sér til og hafa síðan gengið leiðina með símann í hönd og appið WIKILOC í símanum. Þannig verður leiðin til hnitsett í appinu og aðrar upplýsingar um hana. Síðan er haldið áfram í tölvunni við að fullvinna leiðina, setja inn texta og myndir. Leiðirnar sem eru í þróun hér heima eru:

 • Sólstöðuganga í Viðey þar sem áningarstaðir eru hús frá 14. fram á 19. öld.
 • Ganga um þjóðleið í Elliðaárdal sem var áður notuð jafnt af almenningi (almúganum) sem erlendum þjóðhöfðingjum og könnuðum.
 • Ganga á milli útilistaverka í miðbær Reykjavíkur þar sem flest verkin eru gerð af listamönnum menntuðum í hinum ýmsu listaskólum Evrópu.
 • Ganga um Laugarnes og Kirkjusand þar sem fræðst er um byggð í Laugarnesi, sem nær aftur til landnáms, og metnaðarfull áform um uppbyggingu á Kirkjusandi.
 • Ganga milli minningarmarka, járnkrossa, í Hólavallagarði.

Annars konar leiðir má hugsa sér eins og að ganga á milli staða og húsa þar sem forfeðurnir hafa búið og saga þeirra skráð til þess að hún gleymist ekki, og kynslóðirnar hafa einnig gengið.

Þessar fimm leiðir hér í Reykjavík, auk fimm annarra leiða í hverri borganna Zagreb, Varsjá og Alicante sem kortlagðar eru af samstarfsaðilum þessa Evrópuverkefnis, verða birtar í upphafi sumars fyrir alla til skoðunar og gönguferða að menningararfinum. Tilgangurinn með HeiM verkefninu er ekki aðeins að læra að hanna og búa til leiðir með því að nota snjallsímann heldur líka að læra um sinn eigin menningararf og geta tengt hann við Evrópska menningararfinn og ekki síst til þess að hreyfa sig.

Við hvetjum þig svo til að fylgjast með vefsíðu HeiM verkefnisins og fréttabréfum þess en í fjórða fréttabréfinu má sjá nánar um leiðir þær sem unnið er að í öllum samstarfslöndunum.

Með því að smella hér þá opnast WIKILOC appið með öllum upplýsingum sem þú þarft.
Velkomin í hóp forvitinna á þriðja æviskeiðin

Skip to content