SMART fyrir þig?

SMART fyrir þig?

Nýtt tækifæri í Vöruhúsinu segir frá SMART aðferðafræðinni. Aðferðafræðin gengur út að setja sér markmið, skrifa það á blað og skipta því upp í fjóra flokka sem saman mynda skammstöfunina SMART. Markmiðið þarf að vera sértækt og vel skilgreint (S), mælanlegt (M), aðgerðarhæft (A) og raunhæft (R). Að lokum þarf að tímasetja hvenær markmiðinu skuli náð (T). SMART aðferðafræðina má til dæmis nota þegar að breyta á til og feta nýjar slóðir í lífinu. Í tækifærinu er vísað í umfjöllun um aðferðafræðina á vef fyrirtækisins Auðnast, https://www.audnast.is/pistill/viltu-na-betri-arangri-i-heilsu-astarsambandinu-eda-i-personulegum-throska

Dæmi um SMART markmið, sem sagt er frá á vef Auðnast, er að ná toppi Esju eftir sex mánuði. Mælanlegir þættir í undirbúningi við að ná markmiðinu eru t.d. fjöldi gönguferða á viku, hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að ná því og er það raunhæft eða getur eitthvað komið í veg fyrir það eins og veikindi. Tímanum sem það tekur að ná markmiðinu má skipta í áfanga, hverju skal ná eftir tvo mánuði eða fjóra uns lokamarkmiðinu er náð, að sex mánuðum liðnum.

Skráð: 10.07.2022
Skip to content