Leiðbeiningar

Anna var fyrsti gesturinn okkar í vöruhúsið og langaði hana til að gera eitthvað gagnlegt fyrir sjálfa sig og samfélagið. Hana langaði líka til að gera eitthvað sem væri áhugavert en var ekki viss um hvar hún ætti að byrja. Stína dóttir hennar sendi henni tengil á Vöruhús tækifæranna og benti henni á að leita að nýjum möguleikum á einni af vefsíðum þess.

Anna valdi að opna íslensku vefsíðu vöruhússins. Hún gat líka valið að fara inn í evrópska vöruhúsið eða vöruhús í Litháen eða Englandi með því að velja vöruhús í fellilistanum „Velja vöruhús“ í efstu línu forsíðunnar. Hún gat svo farið á milli vöruhúsa að vild með því að nota þennan valmöguleika.

Anna smellti á „Tækifæri“ í valröndinni og rekkarnir sex, sem standa fyrir meginflokka tækifæranna sem er að finna í vöruhúsinuá hillunum, komu í ljós í fellilistanum. Meginflokkarnir sem Anna gat valið á milli eru: Lífsfylling, Nýr starfsferill, Færni, Stofnun fyrirtækis, Fjárhagur og Réttindi. Anna smellti á „Nýr starfsferill“ þar sem það virtist eiga best við það sem hún vildi leita að.

Undir rekkanum sá hún hillur með vörum/tækifærum. Efst á hverri hillu gat hún lesið stutta kynningu sem gerði henni auðveldara að átta sig á því hvers konar starfsemi og efni var í boði á hillunni. Anna valdi hilluna „Sjálfboðastarf“. Þar voru nokkrar „vörur“ í boði – Anna smellti á þær og birtist þá lýsing á hverri vöru og hvar hana væri að finna ásamt öðrum upplýsingum um hana. Anna valdi svo vörurnar sem sem virtust vera gagnlegastar fyrir hana og fólkið í heimabænum hennar eins og var tilgangurinn með leit hennar.!

Önnu langaði til að skoða íslensku vefsíðuna betur seinna og jafnvel hinar líka svo hún vildi vista leitina sína til þess að það yrði auðveldara að finna aftur tækifærin sem hún átti eftir að skoða. Það gat hún gert með því að smella á „Mínar slóðir“ í efstu línunni á forsíðu vöruhússins og fylla út helstu upplýsingar. Nokkrum sekúndum síðar fékk hún tölvuskeyti sem staðfesti að hún væri komin í hóp skráðra notenda vettvangsins.

Ef þú veist nú þegar hvers konar tækifærum þú hefur áhuga á skaltu skoða leitarröndina fyrir neðan merki síðunnar, til vinstri á skjánum. Þar getur þú slegið inn leitarorð að eigin vali sem varðar efnið sem þú hefur í huga, valið einhverja af valkostunum sem gefnir eru og smellt á „Leita“. Eftir nokkrar sekúndur koma þær hillur í ljós sem innihalda vörur sem eiga best við það sem þú leitar að. Ef þú vilt finna í fljótheitum það sem stendur á hillunum, geturðu valið kubbana á forsíðunni.

Langar þig að finna fleira? Til dæmis vettvang fyrir netnámskeið sem fjallar um sálfræðileg viðfangsefni um samskipti fólks, eða ábendingar um hvernig sé hægt að stofna fyrirtæki þar sem þú býrð.

Smellum á „Mínar slóðir“ og hefjumst handa!

Skip to content