Þórdís Eiríksdóttir farastjóri,sem búið hefur á Jersey síðan 2008, býður upp á gönguferðir í kringum Jersey sem henta mjög vel fólki á þriðja æviskeiðinu 50+ og uppúr. Í ferðunum er fléttað saman útivist, hæfilegri áreynslu, náttúrufegurð, sögu og menningu. Dagleiðir eru 13- 19 km langar en hægt er að ganga einungis fyrir hádegi eða eftir hádegi. Gisting á Radisson Blu, 4* hóteli í St. Helier eru með sjávarsýn yfir snekkjuhöfnina í St. Helier og Elísabetarkastala í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum þar sem notalegt er að njóta veitinga á veröndinni með útsýni yfir höfnina og kastalann. Frekari upplýsingar: