Ný ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í ferðum fyrir 60+

Hótelbókanir.is hefur skipulagt sérstakar hópaferðir fyrir hin ýmsu fyrirtæki og félög síðan 2004 og hefur skapað sér sterkan sess á þeim markaði.  Á síðastliðnum árum hefur starfsemin, undir forystu Sigurðar K. Kolbeinssonar sem margir kannast við sem umsjónamanns sjónvarpsþáttanna Lífið er lag, lagt áherslu á að þróa og skipuleggja sérferðir fyrir miðaldra fólk og eldra. Um síðustu áramót var vörumerkið Ferðaskrifstofa eldri borgara stofnað og er fyrsta ferðin undir þessu vörumerki hámenningarferð til St. Pétursborgar 10.-16. mars 2020 undir farastjórn Sigurðar.  Næsta ferð er til Færeyja þann 25. – 31. mars n.k.  og verður Gísli Jafetsson fararstjóri í þeirri ferð.

Nánari upplýsingar er að finna á https://voruhus-taekifaeranna.is/listing_type/serhannadar-ferdir-fyrir-60/ og á http://hotelbokanir.is/

Skip to content