Nýtt tækifæri – Freebird Club

Nýtt tækifæri, Freebird Club, hefur verið sett á hilluna Samfélagsvirkni í rekkanum Lífsfylling. Freebird Club er ekki íslenskt fyrirbæri en getur samt sem áður átt erindi til íslenskra notenda vöruhússins þar sem klúbburinn er eingöngu fyrir þá sem eru orðnir 50 ára og eldri. Með því að gerast meðlimur í klúbbnum getur þú gist hjá öðrum meðlimum hans gegn gjaldi og/eða sjálfur tekið á móti og veitt næturstað. Freebird Club,  sem hóf göngu sína 2017, hefur unnið til margvíslegra verðlauna sem félags- og ferðaklúbbur fyrir 50 ára og eldri.

 

Freebird Club er einnig að finna á hillunni Eignir og fjárfesting í rekkanum Fjárhagur  þar sem litið er á heimili/húseign sem tækifæri til þess að nýta hana í hagnaðarskyni til gistingar fyrir 50 ára og eldri gegn vægu verði.

 

Til þess að fræðast meira um Freebird Club, vinsamlega lítið inn á http://www.freebirdclub.com/

Skip to content