Og koma svo! Hreyfa sig!

Hreyfa sig

Ný vara, Hreyfispjöld, er komin á hillu í rekkanum Heilbrigðir lífshættir. Hreyfi­spjöldin eru „…ein­föld æfing­arspjöld sem auka styrk, þol, lið­leika og jafn­vægi“ einsog segir í vörulýsingunni Spjöldin, sem eru 50 talsins, eru í hentugri stærð með myndum og skýringum og henta bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Upphaflega voru þau hönnuð með eldra fólk í huga en henta öllum aldurshópum.

Ekki þarf útbúnað þegar æft en, aðeins eigin líkamsþyngd. Höfundar spjaldanna, Anna Björg Björnsdóttir og Gerður Jónsdóttir, eru mjög ánægðar með viðbrögð sem þær hafa fengið eins og að þetta sér frábær hugmynd og auðveld í notkun. Þær stöllur hafa stundað margskonar íþróttir eins og knattspyrnu, bardagaíþróttir og fimleika og eru með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Sjá nánar á https://voruhus-taekifaeranna.is/listing_type/hreyfispjold/

Skip to content