Ráðstefna: Grípum boltann

Ráðstefna. Tvær afurðir verkefnisins Grípum boltann voru kynntar þann 26. júní s.l. á ráðstefnu í Reykjavík. Afurðirnar eru vefgáttin Vöruhús tækifæranna og Menntastofa tækifæranna. Fjórar vefgáttir, vöruhús, voru formlega opnuð á ráðstefnunni: evrópskt, íslenskt, litháískt og breskt. Handbók Menntastofu tækifæranna var kynnt og er hún ætluð þjálfurum í að aðstoða fólk við leit að sjálfsþekkingu. Í lok ráðstefnunnar sagði Frances Coppola, ráðgjafi og dálkahöfundur frá Bretlandi, frá eigin reynslu af því að skipta um starfsvettvang á miðjum aldri auk þess að fjalla um samfélagsleg áhrif og hlutverk 50+ á vinnumarkaði og samfélagsþróun. Ráðstefnan var vel sótt og gerð góð skil í fjölmiðlum.

Ráðstefnan fór fram á íslensku og ensku.

Skip to content