Skilaboð

Áskrift að sögugöngum með Stefáni Pálssyni sagnfræðingi
Efnisflokkar:
nytt-taekifaeri
Skilaboð:

Sögugöngur með Stefáni er ígildi námskeiðs um valda þætti úr sögu Reykjavíkur og í ofánalag er góð hreyfing og nóg af fersku lofti. Gengið er um ólík hverfi og svæði borgarinnar og fjallað um fjölbreytt viðfangsefni. Stefán er bæði fróður um viðfangsefnið, talar skýrt og hefur einstakt lag á að laða fram kómískar hliðar á umfjöllunarefninu.

Sögugöngur 101 eru sjö sjálfstæðar göngur á laugardögum og sögugöngur 102 eru á sunnudögum og þar eru einnig sjö sjálfstæðar göngur og sér skráning í þann hóp.
Hist er kl. 10:30 að morgni á tveggja vikna fresti, fyrsta göngur eru helgina 13.-14. ágúst og þær síðustu í byrjun nóvember.  Nánari upplýsingar um dagskrá fást á neðangreindum tenglum og þar eru jafnframt upplýsingar um hvernig á að skrá sig.

Verð í hvorn hóp er 33.000 (en 15% afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og þá kostar kr. 28.000). 

Nánari upplýsingar eru á eftirfarandi viðburðum á Facebook:

Sögugöngur 101: https://www.facebook.com/events/448312450050358

Sögugöngur 102:  https://www.facebook.com/events/545871027267649

 

Sendandi: Einar Skúlason
Tölvupóstfang: einarskula@gmail.com
Skráð: 26.07.2022
Skip to content