Stutt og áhugaverð sumarnámskeið í boði hjá Opna háskólanum við Háskólann í Reykjavík

Vöruhús tækifæranna vekur athygli á að Háskólinn í Reykjavík býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir háskólanema og almenning. Námskeiðin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við Covid faraldrinum. Þar á meðal er úrval námskeiða við Opna háskólann. Námskeiðin eru ætluð þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og opin öllum óháð aldri. Aðeins þarf að greiða 3.000 króna staðfestingargjald fyrir hvert námskeið.

Við hvetjum ykkur til að skoða þetta framboð á stuttum námskeiðum sumarsins sem mörg hver geta átt erindi við alla þá sem vilja auka þekkingu sína og færni á öllum aldri. Þessi sumarnámskeið eru ellefu talsins og má finna lýsingu á þeim á vefslóðinni: Námskeið | Opni háskólinn.
Almannar upplýsingar um Opna háskólann má svo finna á slóðinni Opni háskólinn (ru.is)

Skip to content