SMART aðferðafræðin
SMART aðferðafræðin

SMART aðferðafræðin

Auðnast

Auðbrekka 10
Facebook:
https://www.facebook.com/audnast/
Lýsing:

SMART aðferðafræðin getur komið þér að góðu gagni við að setja vel skilgreind markmið um hvernig þú ætlar að t.d. breyta til og feta nýjar leiðir í lífinu, láta drauma rætast eða einfaldlega í hverju þú vilt ná árgangri. Á ensku stendur SMART fyrir Specific, Measurable, Achievable, Relevant og Timebound Goals sem á íslensku hefur verið þýtt sem sértæk, mælanleg, aðgerðarhæf, raunhæf og tímasett markmið.

Sértækt markmið er vel skilgreint og segir til um hvað þú vilt gera, mælanlegt markmið um hvernig þú mælir árangurinn, aðgerðabundið markmið um hvernig þú ætlar að ná honum, raunhæft markmið um hvort að markmiðið sé framkvæmanlegt og tímasett markmið um hve langan tíma tekur að ná því. Tímanum má svo skipta um í styttri tímaskeið. Mikilvægt er að skrifa markmiðin niður.

Með því að nota leitarorð eins og smart dæmi á „google images“ má sjá myndrænar framsetningar á SMART markmiðum.

Á vef fyrirtækisins Auðnast, https://www.audnast.is/pistill/viltu-na-betri-arangri-i-heilsu-astarsambandinu-eda-i-personulegum-throska, er bent á að „SMART aðferðafræðin kennir fólki að setja sér skrifleg skammtímamarkmið, frammistöðumarkmið og langtímamarkmið.“ Margskonar fræðslu er að finna á vef fyrirtækisins og er markmið þess „…að þjónusta og fræða fólk um heilbrigðar lífsvenjur.“

Rekkar og hillur:

Færni:
einstaklingsfærni
Staðsetning
Skip to content