U3A í úrslit hjá Silver Eco

U3A Reykjavík komst í úrslit í Silver Eco and Ageing Well International Awards keppninni fyrir hugmynd, hönnun og útfærslu að Vöruhúsi tækifæranna. U3A er þar  í hópi 18 verkefna sem valin voru í úrslitahópinn af 45 verkefnum sem voru tilnefnd. Því til staðfestingar  hefur U3A Reykjavík öðlast rétt til að nota merki og viðurkenningarskjal  keppninnar sem „finalist“ að vild. Merkið verður birt á vef samtakanna og á forsíðu Vöruhúss tækifæranna.

 

Þrjú verkefni voru valin sem vinningshafar og eru það Moto Tiles frá Danmörku, Assistep frá Noregi og  Rent a Rentner frá Sviss. Nánar má fræðast  um þessi verkefni með því að smella á nöfnin og á slóðinni http://www.silvereco.org/awards/and-the-winners-are/ má einnig sjá upplýsingar um þau verkefni sem komust í úrslit.

 

Sjá má fréttatilkynningu Silver Eco and Aging Well  hér:

 

Það er mikill heiður fyrir U3A Reykjavík, sem byggir starf sitt að mestu á sjálfboðavinnu, að vera valið til úrslita í keppninni um þessa viðurkenningu þar sem valið stóð á milli mjög frambærilegra verkefna. 

Skip to content