Hvers vegna vöruhús?
Vöruhúsið er svar við spurningum þeirra sem velta fyrir sér hvernig þeir vilja verja árunum eftir fimmtugt og eru að leita að nýjum leiðum til að láta drauma sína og óskir rætast. Þúsundir tækifæra bíða þín, við völdum þau bestu – þú þarft aðeins að leita og umfram allt ekki missa áhugann á að reyna eitthvað nýtt. Vöruhúsið veitir tækifæri til að gera þetta með því að bjóða möguleika til að feta nýjar slóðir, láta gamla drauma rætast, eignast nýja drauma og auðga lífið eftir fimmtugt! Íslenska vöruhúsið er eitt af fjórum vöruhúsum, Hin eru Evrópska vöruhúsið, Litháiska vöruhúsið og Enska vöruhúsið og er hægt að fara inn á þau með því að smella á Veljið vöruhús fyrir ofan valborðann efst á forsíðunni.

Ábyrgðaraðilar
Samtökin U3A Reykjavík, Háskóli þriðja æviskeiðsins, ber ábyrgð á vefsíðu evrópska vöruhússins og þess íslenska. U3A Reykjavík eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu, þ.e. árunum eftir fimmtugt. U3A Reykjavík stendur fyrir margvíslegri fræðslu og þekkingarmiðlun og samtökin taka einnig þátt í rannsóknum og alþjóðlegu samstarfi. Á http://www.u3a.is er að finna frekari upplýsingar um samtökin og starf þeirra.

Rekstrarfyrirkomulag
Hið evrópska vöruhús tækifæranna er starfrækt á vegum stjórnar U3A Reykjavík. Einnig verða starfrækt landsbundin vöruhús á Íslandi, í Litháen og Bretlandi, sem munu starfa og vera stjórnað í hverju landi fyrir sig. Fjölþjóðleg samræmingarnefnd, skipuð einum fulltrúa frá hverju þátttökulandi, ber ábyrgð á samræmingu allra vöruhúsanna. Þessi samræmingarnefnd skilgreinir almennar reglur og viðmið fyrir starfsemi vöruhúsanna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.

Gæði
Fylgt verður ákveðnum gæðaviðmiðum og siðferðislegum meginreglum í starfsemi vöruhúsanna til þess að tryggja að upplýsingar um tækifæri sem eru í boði í vöruhúsinu séu réttar og áreiðanlegar. Birgjar og upplýsingar sem þeir veita verða kannaðir og lagt mat á þá, hvort upplýsingarnar eru dagréttar og, eftir því sem frekast er unnt, hvort hætta er á tölvuveirum og spilliforritum. Þessar gæðakröfur eru settar til að tryggja að treysta megi upplýsingunum um tækifæri í vöruhúsinu.

Skip to content