Vísindavaka 2019

Háskóli þriðja æviskeiðsins í Reykjavík (U3A Reykjavík) mun taka þátt í Vísindavöku Rannís 2019 sem haldinn verður laugardaginn 28 september kl. 15-20 í nýju Laugardalshöllinni.

Auk þess að kynna starfsemi U3A mun félagið kynna tvö verkefni á sem það vinnur að.  Annað verkefnið er Leiðir að menningararfinum (HeiM – Heritage in Motion) sem hlotið hefur Erasmus-styrk frá Evrópusambandinu. Hitt verkefnið er Vöruhús tækifæranna sem nýst geta fólki 50 ára eldra til að breyta til og móta framtíðina.

Aðgangur að Vísindavökunni er ókeypis. Við hvetjum ykkur til að koma við í sýningabás U3A og skoða  hvað við höfum uppá að bjóða.

Skip to content