Frumkvöðull og fyrirmynd - Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir
„Skiptir máli að hjálpa öðrum og taka ábyrgð“
“Margar vísustu manneskjur þessa heims hafa tjáð sig um kosti þess að eldast og eru sammála um að aldur sé afstæður og árin telji því aðeins að fólk leyfi þeim að gera það. Meðal þess sem þeir ráðleggja er hins vegar að varðveita barnið í sér og leyfa sér að læra allt lífið. Það er óhætt að segja að það hafi Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir gert og bætt um betur því hún skapaði vettvang Vöruhús tækifæranna til auðvelda öðrum að feta í fótspor sín.”
Við vekjum athygli á skemmtilegu og fróðlegu viðtali í 10. tölublaði tímaritsins Vikunnar við Ingibjörgu Rannveigu Guðlaugsdóttur. Ingibjörg er frumkvöðull að og einn af stofnendum U3A Reykjavík og Vöruhúss tækifæranna. Hún er ein af fyrirmyndunum okkar í kynningarátakinu “Aldrei of seint” sem nú stendur yfir. Einkunnarorð hennar þar eru “Draumar mínir rættust”. Í viðtalinu er brugðið upp myndum úr lífs- og starfsferli hennar sem sýna að sannarlega er aldrei of seint að láta drauma sína rætast.
Við getum því miður ekki deilt sjálfu viðtalinu en það má auðvitað lesa á prenti í 10. tölublaði Vikunnar og hægt að nálgast það í áskrift á slóðinni:
https://www.birtingur.is/skiptir-mali-ad-hjalpa-odrum-og-taka-abyrgd/