Saga Vöruhússins

Hugmyndin á bak við BALL-verkefnið, Being Active through Lifelong Learning eða „Verum virk með ævinámi“ varð til þegar unnið var að stefnumótun í hinum nýlega stofnuðu samtökum U3A Reykjavík, Háskóla þriðja æviskeiðsins, árið 2013.

Verkefnishugmyndin miðaði að því að þróa leiðarvísir og leiðbeiningar um hvernig megi hefja undirbúning þróttmikils þriðja æviskeiðs sem fyrst.
Hugmyndin þróaðist í að verða evrópskt samstarfsverkefni með þátttöku þriggja U3A-eininga, U3A Reykjavík, UPUA í Alicante, Spáni, og LUTW í Lublin, Póllandi. Evris ses í Reykjavík fór með stjórn verkefnisins.

Sótt var um fjármögnun til Evrópusambandsins vorið 2014. Saga Vöruhúss tækifæranna
Hugmyndin á bak við BALL-verkefnið, Being Active through Lifelong Learning eða „Verum virk með ævinámi“ varð til þegar unnið var að stefnumótun í hinum nýlega stofnuðu samtökum U3A Reykjavík, Háskóla þriðja æviskeiðsins, árið 2013.

Verkefnishugmyndin miðaði að því að þróa leiðarvísir og leiðbeiningar um hvernig megi hefja undirbúning þróttmikils þriðja æviskeiðs sem fyrst.
Hugmyndin þróaðist í að verða evrópskt samstarfsverkefni með þátttöku þriggja U3A-eininga, U3A Reykjavík, UPUA í Alicante, Spáni, og LUTW í Lublin, Póllandi. Evris ses í Reykjavík fór með stjórn verkefnisins.

Sótt var um fjármögnun til Evrópusambandsins vorið 2014. Umsóknin fékk mjög góða umsögn, veittur var styrkur frá Erasmus+ áætluninni um fullorðinsfræðslu og verkefnið hófst í september 2014.

Að loknu árangursríku rannsókna- og þróunarsamstarfi BALL-verkefnisins voru niðurstöður þess, leiðbeiningar, birtar í bókinni „Til móts við þróttmikið þriðja æviskeið“ í september 2016. Bókin, ásamt nokkrum áfangaskýrslum, er aðgengileg á vefsíðu verkefnisins www.ball-project.eu

BALL-leiðbeiningunum hefur verið dreift víða um heim og hefur þeim alls staðar verið vel tekið. BALL-verkefnið hlaut gæðaviðurkenningu á sviði fullorðinsfræðslu í nóvember 2016.

Catch the BALL-verkefnið var skilgreint og undirbúið árið 2016 með það að markmiði að koma leiðbeiningum BALL-verkefnisins í framkvæmd. Það má segja að verkefnið snúist um að grípa boltann sem hent var upp í BALL-verkefninu og halda honum á lofti.

Catch the BALL-verkefnið fékk framhaldsstyrk frá Erasmus+ áætluninni og hófst í desember 2017. Í þetta sinn komu nýir samstarfsaðilar að verkinu ásamt íslensku þátttakendunum U3A Reykjavík og Evris ses. Þessir þátttakendur eru Kaunas STP, Vísinda- og tæknigarður Kaunas, Litháen, og MBM, þjálfunar- og þróunarmiðstöð í Liverpool, Bretlandi.

Í Catch the BALL-verkefninu er tveimur af þremur áföngum leiðbeininga BALL-verkefnisins hrint í framkvæmd við lok verkefnistímabilsins í júní 2018. Sá þriðji, Vitundarvakning um mikilvægi þriðja æviskeiðsins, var ekki metin hæfur til styrks í flokki fullorðinsfræðslu.

Í fyrsta lagi má nefna Menntastofu einstaklingsþroska, sem er námskeiðslýsing fyrir þá sem leiðbeina og aðstoða fólk sem vill uppgötva styrkleika sína, þarfir og þrár við undirbúning að „þróttmiklu þriðja æviskeiði“.

Í öðru lagi var vöruhús tækifæranna hannað og útfært til þess að bjóða fólki úrval tækifæra til þess að skapa þróttmikið þriðja æviskeið.

Vöruhúsið er evrópskt vöruhús, með tengingar við vöruhús sem eru staðsett og starfa í löndum samstarfsaðilanna.

Þess er vænst að öll vöruhúsin lifi áfram og þjóni hlutverki sínu. Sérstaklega er vonast til að önnur vöruhús verði þróuð í fleiri löndum og tengist þeim sem nú eru orðin til.