Catch the BALL-verkefnið fékk framhaldsstyrk frá Erasmus+ áætluninni og hófst í desember 2016. Í þetta sinn komu nýir samstarfsaðilar að verkinu ásamt íslensku þátttakendunum U3A Reykjavík og Evris ses. Þessir þátttakendur voru Kaunas STP, Vísinda- og tæknigarður Kaunas, Litháen, og MBM, þjálfunar- og þróunarmiðstöð í Liverpool, Bretlandi.
Í Catch the BALL-verkefninu er tveimur af þremur áföngum leiðbeininga BALL-verkefnisins hrint í framkvæmd við lok verkefnistímabilsins í júní 2018. Sá þriðji, Vitundarvakning um mikilvægi þriðja æviskeiðsins, var ekki metin hæfur til styrks í flokki fullorðinsfræðslu.
Í fyrsta lagi má nefna Menntastofu tækifæranna, sem er námskeiðslýsing fyrir þá sem leiðbeina og aðstoða fólk sem vill uppgötva styrkleika sína, þarfir og þrár við undirbúning að „þróttmiklu þriðja æviskeiði“, Manual for Trainers and Facilitators
Í öðru lagi var Vöruhús tækifæranna hannað og útfært til þess að bjóða fólki úrval tækifæra til þess að skapa þróttmikið þriðja æviskeið.
Catch the BALL verkefnið var metið eftir að því lauk af sérstakri matsnefnd og fór hún sérstaklega lofsamlegum orðum um Vöruhús tækifæranna. Árið 2018 var Vöruhús tækifæranna svo valið í úrslitahóp í alþjóðlegri keppni Silver Eco and Aging Well um viðurkenningu fyrir verkefni sem miða að lausnum, þjónustu, nýsköpun og öðru því sem best getur leitt til farsællar öldrunar. Af 45 tilnefndum verkefnum hlutu þrjú viðurkenningu og átján önnur voru valin til úrslita, þeirra á meðal Vöruhús tækifæranna.