Rekki - Réttindi

Allir þjóðfélagsþegnar skulu fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs, og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum, sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín. Hér má m.a. telja rétt til menntunar, rétt til nauðsynlegra lífskjara, rétt til heilbrigðis og rétt til eftirlauna. Slík efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eru viðurkennd og varin í alþjóðlegum og svæðisbundnum samningum og sáttmálum.

Skip to content