sigga-800x600

Sigga vill opna gistihús

Hugarsmíðin hún Sigga okkar, Sigríður Kristín Kristjánsdóttir, er fædd og alin upp í Hafnarfirði en býr nú í Garðabænum. Fór ekki langt. Sigga er 60 ára, viðskiptafræðingur að mennt og starfar sem ritari forstjóra í stóru fyrirtæki. Hún er gift Stjána, Garðbæingi og lögfræðingi í Dómsmálaráðuneytinu. Sigga fylgist lítið með pólitíkinni, finnst hún snúast mest um keisarans skegg, en nýtir þó alltaf sinn kosningarétt og lítur þá helst til þess hvað komi fæðingarbænum vel. Í landspólitíkinni er það auðvitað Viðreisn því þar er hennar kona, Hafnfirðingurinn, fremst í flokki. Í bæjarpólitíkinni er hún meiri vindhani.

Sigga hefur starfað sem ritari síðan hún lauk námi og man tímana tvenna eins og að fyrir löngu var allt skrifað á ritvél og kalkipappír hafður á milli blaða. Orðið ritvél hefur vafist fyrir Siggu því af hverju vél?  Sigga er metnaðargjörn, hefur verið dugleg að sækja sér margskonar námskeið og er nú orðin mjög fær í öllu sem viðkemur tölvu og þar með verðmætari starfskraftur. Sigga er félagslynd en ekki fram úr hófi,  er í tveimur saumaklúbbum, einum úr menntó og hinum úr háskólanum. Besta vinkonan er hún Anna og hafa þær átt samleið síðan úr 1. bekk í grunnskóla og brallað margt saman. Sigga vill halda sér vel við, skokkar þegar tími gefst til, en þarf að gæta að slitgigtinni sem plagar hana í hnjánum. Sigga er líka fróðleiksfús og hún og Anna sækja flest alla viðburði hjá U3A Reykjavík á þriðjudagseftirmiðdögum, hálfgerðar ryksugur þar.

Sigga á sér draum, sem hefur blundað með henni allt frá því hún lauk námi sem er að koma á laggirnar litlu gistihúsi sem hún ætlar að kalla Nornin, auðvelt að snúa á útlensku eins og á ensku The Witch og á sænsku Häxan. Nú vill hún taka slaginn og Anna ætlar að gera það með henni því saman yrðu þær sterkari en hún ein. Anna bætir Siggu upp því hún er snillingur í matseld sem Sigga er ekki. Sigga myndi sjá um gestina, að þeim liði vel og reyndar allt annað nema þrifin. Yrði of mikið. Kannski Elsa frænka gæti hjálpað til? Þarna yrði Sigga í essinu sínu. Já, og allt fólkið sem hún myndi kynnast frá ýmsum heimshornum. Hún hefði frá mörgu að segja Stjána þegar heim kæmi.

Vöruhús tækifæranna https://voruhus-taekifaeranna.is/ er akkúrat staðurinn fyrir Siggu að láta drauminn rætast. Þegar Sigga er komin inn á síðuna smellir hún á Tækifæri í valborða efst, síðan á rekkann Stofnun fyrirtækis og því næst á hilluna Aðstoð. Á hillunni er m.a. hægt að fræðast um Startup Reykjavik prógrammið styrkt af Arion banka þar sem einstaklingar fá ráðgjöf og fjárhagslegan stuðning við að gera viðskiptahugmynd að veruleika. Áfram hélt Sigga og smellti á hilluna Sjóðir og styrkir en þar er sagt frá ráðgjöf sem Íslandsbanki veitir þeim sem hyggjast stofna fyrirtæki og vísar á sjóði sem styrkja slíkt. Eftir að hafa fengið allar þessar upplýsingar er Sigga tilbúin að gera viðskiptaáætlun fyrir gistihúsið sitt og smellir á hilluna Viðskiptaáætlun þar sem er að finna gnótt upplýsinga um hvernig skuli gera slíka áætlun. Þar eru meira að segja upplýsingar frá Ríkisskattstjóra um hvað það kostar að stofna fyrirtæki. Sigga sleppir því í bili að skoða hilluna Hvatning því draumurinn drífur hana áfram. Hún er meira að segja farin að hugleiða að ganga í FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu.

Sigga og Pétur giftust ung, börnin hlóðust niður og árin liðu og þau farin að heiman. Engin barnabörn komin ennþá og er Siggu farið að langa í lítið kríli. Hjóna bandið er sí og svo, lítið um að tala lengur og oft dauft við kvöldverðarborðið en ræst hefur úr síðan Sigga ákvað að láta drauminn rætast.

Janúar 2022
Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna - Janúar 2022
Skip to content