dagny-800x600

Dagný setur sér sparnaðarleg markmið

Hugarsmíðin hún Dagný okkar er 59 ára, gift, alin upp í Fossvoginum en býr núna í Kópavogi. Dagný er kennari að mennt, en rekur í dag Jógafélagið eftir að hafa farið í jóganám. Hún giftist manni sínum um fertugt og kynntust þau hjónin í gegnum sameiginlega vinkonu. Dagný kýs með hjartanu í hverjum kosningum, gefur þeim atkvæði sem henni líst best á. Þessa stundina eru það Píratar sem heilla hana mest.

Dagný er auðmjúk og með jógíska hugsun. Útivera og jóga eiga hug hennar allan ásamt fjölskyldunni. Hún elskar að ferðast, fara í heilsutengdar ferðir þar sem hugur og líkami fá næringu og hvíld. Henni finnst óþarfi að æsa sig upp heldur taka heiminum eins og hann er og gera hann að sínum. Hún trúir á líf eftir dauðann, er farin að huga að efri árunum, kanna með réttindi sín og setja sér sparnaðarleg markmið til þess að eiga öruggt ævikvöld. Þá má geta þess að Dagný stundaði dansnám á sínum yngri árum og fylgist vel með sviðlistum. Hún á stóran vinahóp úr dansinum, kennaranáminu, kennslunni, jógaheiminum og frá barnæsku. Dagný er þó ekki heil heilsu, er með gigt og hefur farið í mjaðmaskipti sem breyttu miklu.

Það sem fær Dagnýju til þess að vera hluti af Vöruhúsi tækifæranna eru traustar upplýsingar um lífsfyllingu, heilsu og fjármál. Einnig finnst henni gaman að heyra af ferðum í boði á hennar áhugasviði, lífsfyllingu, sem Vöruhús tækifæranna gefur henni mörg tækifæri á að kynna sér. Sköpun, fræðsla og réttindi heilla hana líka. Að vera skapandi og taka af skarið með velferð sína og sinna í huga er henni hugleikið og finnur hún margt slíkt efni á vef Vöruhússins.

Þar sem sköpun, fræðsla og réttindi heilla Dagnýju þá eru nytsamar upplýsingar um sköpun sem gætu gagnast henni vel á hillunni Sköpun í rekkanum Færni og upplýsingar um hvaða tækifæri bjóðast um fræðslu í sama rekka á hillunni Nám og fræðsla. Upplýsingar um fjárhagsleg og félagsleg réttindi er að finna í rekkanum Réttindi.

Faðir Dagnýjar er á lífi, tæplega níræður, kominn með elliglöp og býr á hjúkrunarheimili. Mamma hennar dó úr hjartaáfalli um fimmtug. Hún á þrjá bræður. Dagný er barnlaus en maður hennar á son frá fyrra sambandi sem hún elskar sem og hans fjölskyldu. Þau hjónin reyndu að eignast börn en tókst ekki þrátt fyrir að hafa farið í nokkrar tæknifrjóvganir.

Júní 2021
Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna - Júní 2021
Skip to content