jona-800x600

Jónu vantar aðstoð við að setja saman viðskiptaáætlun

Hugarsmíðin hún Jóna okkar er 57 ára og býr í Reykjavík þar sem hún er fædd og uppalin. Hún varð ung einstæð móðir með eina dóttur sem hún sér ekki sólina fyrir. Dóttirin býr í Noregi ásamt  barnabörnunum tveimur og heimsækir Jóna þau eins oft og hún getur.

Hún Jóna gekk í  Melaskóla, Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem leiðin lá í  Háskóla Íslands. Í háskólanum tók hún meistaragráðu í náms og starfsráðgjöf, kennsluréttindum og diplóma í jákvæðri sálfræði og hugrænni atferlismeðferð.  Jóna hefur mikinn áhuga á hverskonar námi og vill ögra sér og afla sér aukinnar þekkingar. Draumurinn er að stofna eigið ráðgjafafyrirtæki en til þess skortir hana þekkingu á hvar hún eigi að stíga niður og vill því leita sér frekari færslu. Fyrst þarf hún þó að finna 50% starf til þess að vinna fyrir sér á meðan hún þróar fyrirtækið sitt.  Ráðgjöf og stuðningur er því það sem Jóna þarfnast.

Það sem fær Jónu til þess að nýta sér Vöruhús tækifæranna eru fyrst og fremst efni sem tengist stofnun fyrirtækis, gerð viðskiptaáætlana og kostnaði við stofnun þess.  Hún vill geta sett hugmyndir á blað og tekið næstu skref í að eiga lifandi skjal sem hægt er að fara eftir. Jóna vill geta leitað til fagaðila. Hana vantar aðstoð við að setja saman viðskiptaáætlunina,  fá ráðgjöf um framkvæmdina og markaðsmál (auglýsingar, Facebook, vefsíðu og svo frv.). Hún myndi þiggja kennslumyndbönd eða fyrirlestra á netinu sem gætu aðstoðað hana við þessi skref. Henni finnst hugtökin í þessu ferli framandi og vill setja sig inn í þau en með aðstoð fagaðila.

Áður en við skoðum tækifærin í Vöruhúsinu um stofnun fyrirtækis, eins og Jónu dreymir um, skulum við skoða hvaða tækifæri þar til staðar sem geta aðstoðað Jónu við að finna sér nýtt hlutastarf. Við bjóðum henni því að skoða rekkann Nýr starfsferillhttps://voruhus-taekifaeranna.is/taekifaeri/nyr-starfsferill/ þar sem hún finnur upplýsingar sem gagnast henni við leitina.Í rekkanum er hillan Starfsleit og ráðgjöf með krækjur á m.a. Starfsmennt.isAlfred.isIðan fræðslusetur Vinnumálastofnun og Hagvangur sem býður upp á margvíslega þjónustu við atvinnuleit. Nú, ef Jónu skyldi detta í hug að leita sér að vinnu erlendis er á sömu hillu hlekkur inn á vefsíðu Evrópusambandsins með upplýsingum um lagalegan rétt hennar við vinnu erlendis, hvernig hún getur fengið menntun sína metna og um laus störf innan Evrópu.

Þegar Jóna hefur fundið hlutastarf þá er kominn tími til að skoða stofnun fyrirtækis og hvað er þá heppilegra en að fara í rekkann Stofnun fyrirtækis, https://voruhus-taekifaeranna.is/taekifaeri/stofnun-fyrirtaekis/ þar sem hillurnar heita jákvæðum nöfnum eins og  AðstoðHvatningSjóðir og styrkir og Viðskiptaáætlun.

Tækifærin í rekkanum eru fjölbreytt og miða öll að sama marki, þ.e. að Jónu takist vel til og að draumur hennar rætist. Jóna leitar fyrst að tækifærum á hillunni Viðskiptaáætlun en hana þarf Jóna að semja áður en lengra er farið. Á hillunni eru t.d. upplýsingar frá Hugverkastofunni þar sem eru taldar upp reglur sem gilda um uppbyggingu viðskiptaáætlunar og hvað skuli haft til leiðbeiningar eins og samantekt um hver þú ert, starfsferill, hæfni og reynslu, hvað þú viljir gera og hversvegna hugmynd þín að rekstri muni ná árangri, sjá[HH1]   Á sömu hillu er krækja á Byggðastofnun sem veitir upplýsingar um tilgang og gerð viðskiptaáætlana og mat á hversu líkleg hún er til árangurs. Krækjan á  Dögun Capital veitir einnig upplýsingar um gerð viðskiptaáætlana og greiningu þátta eins og markaðs- og samkeppnisumhverfi og hvernig hægt sé að skoða helstu ógnanir og tækifæri á viðkomandi markaði. Með því að smella á krækjuna Landsbankinn er hægt að nálgast gátlista um hvað sé góð viðskiptaáætlun sem er nauðsynlegt að vita því góð viðskiptaáætlun lágmarkar áhættu og eykur líkur á góðum árangri.

Eftir að Jóna hefur samið viðskiptaáætlun fyrir fyrirtækið sitt kemur hillan Sjóðir og styrkir að góðu gagni. Þar skal fyrst nefna krækju á Íslandsbanka en bankinn veitir upplýsingar og veitir ráðgjöf til einstaklinga sem hyggjast stofna fyrirtæki og einnig upplýsingar um sjóði sem hægt er að sækja um styrki til sem og fyrirtæki og stofnanir sem sem veita langtíma lán til uppbyggingar fyrirtækja.  Krækjan á Rannís veitir upplýsingar um helstu samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar sem Rannís hefur umsjón með. Svo er þar krækjan á  Crowberry Capital fjárfestir sem er fjárfestingasjóður sem fjárfestir í framúrskarandi teymum sem eru á byrjunarreit við að stofna eða hafa stofnað fyrirtæki. Að lokum er þar krækja á Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins sem hefur það að leiðarljósi að fjárfesta í fyrirtækjum þar sem vænta má virðisauka og arðsemi af starfseminni fyrir íslenskt samfélag og góðrar ávöxtunar fyrir sjóðinn.

Í rekkanum Stofnun fyrirtækis eru líka hillurnar Aðstoð og Hvatning . Á hillunni  Aðstoð eru m.a. krækjur inn á fyrirtæki sem  veitir faglega þjónustu á sviði fyrirtækjarekstrar og á Startup  Reykjavík sem er 10 vikna prógramm sem Arion banki styrkir þar sem einstaklingar fá stuðning og ráðgjöf við að koma viðskiptahugmynd sinni áfram. Einnig fá þeir fjárhagslegan stuðning á þeim tíma sem þeir taka þátt í þessu prógrammi. Á hillunni Hvatning má finna dæmisögur um þá sem hafa stofnað fyrirtæki eftir miðjan aldur og tekist vel til.  Dæmisögurnar eru teknar af vefnum lifdununa.is.

Að stofna fyrirtæki er í takt við lífsskoðun Jónu sem er sjálfstæðismanneskja sem trúir á einkaframtakið. Má það ef til vill rekja til þess að faðir hennar var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ræddi mikið um pólitík við hana í æsku. Bæði faðir hennar og móðir eru nú látin.

Apríl 2021
Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna - Apríl 2021
Skip to content