gudrun-800x600

Guðrún vill gjarnan bæta sig sem stjórnandi

Guðrún er hugsmíði en á sér áreiðanlega hliðstæðu í raunveruleikanum og því spennandi að vita hvaða tækifærum hún myndi leita að í Vöruhúsi tækifæranna.

Fyrst er að segja að Guðrún nam frönsku í Háskóla Íslands á sínum tíma og  stundaði nám sitt vel og var sífellt að finna nýjar skapandi leiðir í náminu. Hún er til í að skoða hvað hún getur gert með frönskukunnáttuna og bendum við Guðrúni því á tækifærið Europass  á hillunni Einstaklingsfærni í rekkanum Færni en þar sagt „Europass er fyrir alla sem vilja skjalfesta nám sitt eða reynslu innan 32 landa Evrópu“.

Guðrún er í dag skrifstofustjóri á lögfræðistofu og vill gjarnan bæta sig sem stjórnandi og leitar að tækifærum til þess. Þar getur nám í forystu og stjórnun við Háskólann í Bifröst komið að gagni því hægt er að stunda það í fjarnámi og hentar því vel með vinnu. Upplýsingar um námið finnur Guðrún á hillunni Nám og fræðsla í rekkanum Færni.

Fjárhagsleg og félagsleg réttindi eru Guðrúnu einnig ofarlega í huga en hún telur sig ekki vita nóg um þau. Tilvalið er því fyrir hana að fara í rekkann Réttindi þar sem eru tvær hillur, Fjárhagsleg réttindi og Félagsleg réttindi þó að við vitum ekki nákvæmlega að hverju Guðrún er að leita. Í hillunni Fjárhagsleg réttindi er að finna upplýsingar um Landssamtök lífeyrissjóða og Tryggingastofnun. Tryggingastofnun er einnig er finna á hillunni Félagsleg réttindi ásamt Sjúkratryggingar Íslands og Persónuvernd og European Commission. Síðstnefnda tækifærið er tilvalið því þar er fjallað um vinnu utanlands, félagsleg réttindi og sjálfboðastarf ef vera skyldi að Guðrún nýtti sér Europass

Svo viljum við benda Guðrúnu að skoða rekkann Lífsfylling því þar getur Guðrún vafalítið fundið margt við hæfi sem snýr að samskiptum við fjölskylduna og að áhugamálunum sem og að öðru sem vekur gleði og ánægju hjá Guðrúnu. Fimm hillur eru í rekkanum með mýmörgum tækifærum einmitt um þetta. Þær heita: Félagsskapur, Heilbrigðir lífshættir, Samfélagsvirkni, Samskipti og Viðburðir.

Að lokum má nefna að Guðrún er Hafnfirðingur að ætt og uppruna,  er  64 ára, fráskilin, á eigin íbúð og vin sem hún ferðast með. Hún er jákvæð að eðlisfari, brosmild og einlæg, víðsýn og áhugasöm um lífið og tilveruna.

Febrúar 2021
Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna - Febrúar 2021
Skip to content