joi-og-stina-800x600

Jói og Stína ætla að nýta rétt sinn til að njóta lífsins

Hugarsmíðirnar okkar hann Jóhann og hún Kristín eða Jói og Stína eins og þau eru kölluð eru fædd árið 1944, uppalin í Keflavík og gengu í Gagnfræðaskóla bæjarins. Stína starfaði alla tíð sem flugfreyja, fyrst hjá Loftleiðum og síðan Icelandair. Jói fór að keyra fyrir herinn um leið og hann fékk bílpróf. Hvar þau eru í pólitíkinni hafa þau ekki gefið upp, kjósa kannski bara eftir málefnum og hjartanu.

Stína er mikil heimskona, laðast að hönnun og arkitektúr. Hún er ekki mikil barnakona en stendur sína plikt, stendur með sínu fólki. Hún varð ung ólétt og setti frekari áform um nám á hilluna og þegar henni bauðst flugfreyjustarfið þá hugsaði hún sig ekki tvisvar um. Hún er ævintýragjörn, hugsar út fyrir boxið og ævinlega í lausnum. Hún er fróðleiksfús, talar dönsku og ensku og er sífellt að grúska og læra, elskar fjarnám og hvernig tæknin hefur gert henni kleift að þroska sig. Hún á góðan vinkvennahóp. Jói er úrræðagóður, snöggur að læra, einstaklega félagslyndur og hvers manns hugljúfi. Hann er óvirkur alkóhólisti og stundar AA fundi með góðum hópi karla á Suðurnesjum.

Tilkoma Vöruhúss tækifæranna opnaði annan heim fyrir Jóa og Stínu. Þar hafa þau áhuga á fréttum og ábendingum um réttindi sín, fjárhaginn, lífsfyllingu og hvers kyns færni og upplýsingar um allt þetta geta þau fundið í rekkum og á hillum Vöruhússins. Þau fóru saman í endurmenntun HI í bókmenntir áður en þau fóru á slóðir franskra bókmennta hér um árið. Jói og Stína elska að ferðast og eru fær í að gera það á mjög hagkvæman máta, eru útsjónarsöm. Þau vilja fylgjast með, lesa mikið og nýta sér tæknina töluvert í þeim efnum. Tæknikunnátta þeirra er þó í meðallagi.

Til þess að Jói og Stína vilji fá fréttabréf Vöruhússins og jafnvel mæta á viðburði hjá U3A Reykjavík, sem Vöruhúsið er hluti af, er nauðsynlegt að efni þeim tengdum séu stöðugt í fókus. Það er ekki 100% víst en þau eru ánægð með að heyra af nýjum upplýsingum, útreikningum og stöðuuppfærslum varðandi réttindi sín. Einnig hafa þau keypt sér námskeið í gegnum Vöruhúsið og finnst áhugavert að heyra af fólki víðsvegar um landið í sömu sporum og þau.

Jói og Stína, sem bæði eru komin á eftirlaun, eiga skuldlaust einbýlishús en eru ekki sérlega fjárhagslega sterk að öðru leyti, lögðu ekki mikið fyrir hér á árum áður. Börnin eru þrjú og barnabörnin átta og búa þau öll í næsta nágrenni við þau. Jói er mikill barnakall og elskar fjölskylduna sína meira en nokkuð annað og það gerir Stína líka.

September 2021
Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna - September 2021
Skip to content