Donna 612 x 408

Me gusta tu, me gusta ...

Hugarsmíðin okkar hún Donna, Dómhildur Svansdóttir, er 66 ára yngismær frá Höfn í Hornafirði sem hefur starfað við fiskvinnslu mest allt sitt líf. Byrjaði að breiða saltfisk á stakkstæði þegar hún var unglingur eins og flestir jafnaldrar hennar en fór síðan inn í hús við að flaka og önnur störf. Brá sér líka norður í land í síldarvinnslu á sumrin og hafði gaman af. Donnu hefur líkað framleiðslustörfin vel en sér þó fram á að hætta að vinna þegar hún verður 67 ára og gera þá alvöru úr því að elta heitasta drauminn.

Heitasti draumurinn er að læra spænsku og að verða altalandi á því tungumáli. Kveikjan að draumnum er lagið Me gusta tu, me gusta… sem Donnu finnst sannarlega lag til þess að dilla sér eftir og jafnvel að reyna að taka undir með.  Einhver lífsgleði sem hreif Donnu þar. Lagið var líka kveikjan að ferðum hennar til Spánar, ekki bara til þess að liggja á ströndinni, það er fínt líka, heldur til þess að upplifa land og þjóð og er Donna búin að fara víða á Spáni. Til margra staða í Andalúsíu, til Barcelona, Santiago de Compostela og Jaen en sú borg geymir Arabísk böð frá 11. öld sem eru þau stærstu í Andalúsíu  en kanski ekki margir vita af. Donna hefur jafnvel reynt íbúðaskipti við Spánverja til þess að komast nær daglegu lífi þeirra og ná tökum á málinu. Þessi draumur Donnu hefur því tekið hana víða og reyndar er hún búin að viðurkenna fyrir sjálfri sér að gamla klisjan eigi við hér sem er að vegferðin til þess að láta drauminn rætast skiptir kannski meira máli en það að ná takmarkinu sem er að geta talað reiprennandi spænsku.

Donna getur þó ekki enn átt almennilegar samræður á spænsku sem angrar hana. Hún ákvað því að nú væri nóg komið og það þyrfti að gera eitthvað í málinu og hvar byrja að leita að tækifæri til þess nema hvað í Vöruhúsi tækifæranna, https://voruhus-taekifaeranna.is/ sem hún hefur heyrt góðar sögur af. Og þar fann hún akkúrat tækifærið sem hún leitaði að sem er skiptinám fyrir fullorðna á Spáni hjá ferðaskrifstofunni Mundo. Nú er bara að bíða þar hún nær þeim aldri að allir dagar eru laugardagar. Og Donna hemur sig og dillar sér á meðan undir Me gusta tu, me gusta…

September 2023
Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna - September 2023
Skip to content