Mundi listamaður

Mundi málar og selur nú myndirnar á netinu

Hugarsmíðin hann Ingimundur Bjarnason, kallaður Mundi, er kominn á áttræðisaldur, nánar tiltekið 73 ára og er ekkjumaður sem býr í Garðabæ og á þrjú uppkomin börn. Mundi er sjónlistamaður, tók Myndlista- og handíðaskólann á sínum tíma og hefur m.a. unnið fyrir sér með kennslu í myndlist. Dugði ekki alltaf til að ná endum saman en sýningar og listamannalaun hjálpuðu til. Mundi kýs íhaldið eins og pabbi hans og afi og gott ef langafi var ekki íhald líka.

Mundi telur að hjónaband sitt hafi verið farsælt og fjölskyldan samheldin, Gróa var góð kona, börnin þrjú yndisleg og bregður öllum til mömmu sinnar. Þau hjónin byrjuðu að búa saman ung, basl fyrstu árin og erfitt fjárhagslega, sérstaklega á námsárum Munda, en þau settu það ekki fyrir sig, voru hamingjusöm saman. Mundi hefur lítið verið  í félagslífinu, hafði ekki tíma í það meðfram brauðstritinu. Vinirnir eru fáir en traustir og stundum bregða þeir fyrir sig betri fætinum karlarnir og skella sér austur fyrir fjall. Alltaf eitthvað að skoða og nú er nýi miðbærinn á Selfossi kominn á kortið!

Mundi hefur verið einn síðan konan dó fyrir ári síðan og á í vandræðum með að láta tímann líða. Finnst hann svolítið gleymdur og á bágt með að sætta sig við það. Veltir því fyrir sér hvort hann geti ekki komið myndunum sínum á framfæri á netinu. Hann vill að aðrir fái að sjá og er það hégómagirni að vilja ekki gleymast? Kannski hann geti gengið í endurnýjun lífdaga líkt og Johnny Cash, uppáhalds söngvari hans, sem var enduruppgötvaður á efri árum. Eitt síðasta lag hans, Hurt, kemur fram tárum hjá Munda enda afar sorglegt.

Vöruhús tækifæranna vakti áhuga Munda þegar auglýsingar um það birtust í sjónvarpi og dagblöðum. Opnaði síðuna https://voruhus-taekifaeranna.is/ og fann tækifærin sem hann var að gá að strax á forsíðunni. Hlutu því að vera áhugaverð sem styrkti Munda í trúnni að hann væri ekki einn. Mundi opnaði fyrst íslensku síðuna https://apolloart.is þar sem íslenskir listamenn geta selt verkin sín og leist vel á. Gerðist nú djarfur og skoðaði líka tækifærið https://elementor.com/ með leiðbeiningum um hvernig hann getur búið til sína eigin heimasíðu með myndunum sínum. Seinna tækifærið er reyndar á ensku en Mundi telur sig kunna nógu mikið hrafl í því tungumáli og hafa næga tölvufærni til þess að geta nýtt sér það. Ekkert sem stoppar Munda núna þó 73 ára sé.

Mundi vill þó líka finna tækifæri í Vöruhúsinu um hvernig á að fjármagna ævintýrið. Hafði því samband við forráðamenn hússins gegnum vefgáttina, Hafa samband og óskaði eftir upplýsingum um styrki  því það getur kostað peninga að feta nýjar slóðir eins og Mundi er að gera. Var lofað að málið yrði skoðað.  Gengur ekki að sækja um heiðurslaun listamanna því Mundi uppfyllir ekki skilyrðin sem sett eru fyrir þeim.

Mundi er sáttur í dag. Er farinn að nýta sér tækifærin sem hann fann í Vöruhúsinu og  myndirnar hans að fara í sölu á netinu. Börnin hans eru ekki síður ánægð því þau finna að Munda líður vel og karlinn hefur nóg fyrir stafni. Þau eru dugleg að heimsækja hann og fá stundum mynd með sér heim.

Apríl 2022
Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna - Apríl 2022
Skip to content