Fyrirmyndin Kristján Gíslason
Við spurningunni hvernig hefði staðið á því að Kristján Gíslason hoppaði á mótorhjól 56 ára gamall segist Kristján hafa verið að leita að áhugamáli sem gæti komið í staðinn fyrir ástríðuíþróttina sína, golfið, sem hann varð að hætta í vegna brjóskloss. Gekk þó ekki undir aðgerð þar sem honum bauðst upp á annað meðferðarúrræði sem var að læra upp á nýtt hvernig hann hreyfði sig, eins og að klæða sig, lyfti hlutum, sat o.fl. Var í raun endurforritaður eins og hann segir sjálfur.
Fyrir tilstuðlan gamals vinar fór Kristján mótorhjólaferðalag um Vestfirðina þó að hann hefði nánast aldrei stigið á mótorhjól áður. Hann fann mig strax á mótorhjólinu og þrátt fyrir mótorhjólaslys nokkru síðar þá fann hann að hann var kominn með ástríðu fyrir þessari nýju íþrótt – mótorhjólaíþróttinni.
Tveimur árum eftir að fara Vestfirðina á mótórhjóli var Kristján á leiðinni einn í kringum jörðina á mótorhjólinu. Á þeim 10 mánuðum sem ferðin tók stóð hann nokkrum sinnum frammi fyrir þannig áskorunum að auðveldast hefði verið að snúa við sem hefði verið eðlileg viðbrögð og okkur eðlislægari eftir því sem við eldumst að sögn Kristjáns. Eitt af því sem Kristján segist hafa lært á þessu jarðkringluferðalagi sínu var mikilvægi þess að storka sjálfum mér sér þegar á móti blés. Með þessu hugarfari tókst honum að ljúka ferðalaginu og uppskar eitt stórkostlegasta tímabil í lífi sínu.
Kristján vill heimfæra þetta hugarfar upp á lífið sjálft því að þó að allt virðist vonlaust þá verðum við að muna og verið fullviss um að til er önnur leið sem leiðir okkur inn á nýja braut þar sem lífsfyllingu er að finna. Orð föður síns “Aldrei hætta að þora” eru hvatningarorðin sem hafa verið haldreipi Kristjáns á erfiðum stundum.