Gott að vita

Gott að vita

Gott að vita námskeið eru haldin á vegum Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, https://www.sameyki.is/.  Stéttarfélagið varð til árið 2019 þegar Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu sameinuðust í eitt félag. Félagsmenn eru rúmlega 12.000 talsins og eru staðsettir um allt land. Sameyki sér um framkvæmd námskeiðanna í samstarfi við Framvegis miðstöð um símenntun á höfuðborgarsvæðinu, https://www.framvegis.is/.

Gott að vita námskeiðin, https://www.sameyki.is/fraedsla/gott-ad-vita-namskeid/, eru mjög fjölbreytt og er þeim ætlað að efla félagsmenn Sameykis. Á námskeiðunum, sem eru ókeypis, er lögð áhersla á að viðhalda góðri heilsu, aukna sjálfsþekkingu og að félagsmenn hlúi að menningartengslum sínum. Dæmi um námskeið: Að fara í gegnum breytingar, Pólland fyrir ferðamenn, Eldhúsið er hjarta heimilisins, Þriðja vaktin – hugræn byrði og verkaskipting heimilisins, Að safna fyrir fyrstu íbúð, Fræðsla og félagsskapur fyrir 50+, Jóga fyrir alla, Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, Golf námskeið og Stuð eftir starfslok.

Auk námskeiða á höfuðborgarsvæðinu býður Sameyki í samstarfi við önnur stéttarfélög og aðra upp á vefnámskeið og veffyrirlestra á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra fyrir félagsmenn.

Skráð: 26.02.2022
Skip to content