Léttar síðdegisgöngur
Vöruhús tækifæranna vekur athygli á þessu frábæra tækifæri til að njóta miðborgarinnar í sumar.
Göngurnar eru hugsaðar sem fjölbreytt og stundum fróðleg afþreying í miðbænum síðdegis á þriðjudögum í júní og júlí. Göngurnar geta tekið einn til tvo tíma og fer eftir lengd stoppa hversu langan tíma þær taka. Alltaf eru léttar og hressandi líkamsæfingar í anda Muller tíu mínútum fyrir upphaf göngu og valkvætt hvort fólk mætir snemma til að taka þátt í þeim. Eftir göngu er tilvalið að setjast inn á einhver af veitingahúsum borgarinnar og fá sér hressingu.
Göngurnar eru í umsjón Vesens og vergangs og í samvinnu við Sumarborgina, og hægt er að sjá lýsingu á þeim hér að neðan og hér á facebókarsíðunni:
Hér fylgir svo listi yfir allar göngurnar sem við hvetjum alla til að setja inn í dagatalið sitt:
1. júní: Fuglaskoðun í miðborginni
Upphafsstaður: Norræna húsið. Kl. 17:50 verða gerðar nokkrar æfingar og kl. 18 hefst gangan. Nokkrar fuglategundir verða skoðaðar og gengið frá Vatnsmýrinni, í Hljómskálagarði, meðfram tjörninni og að höfninni. Endað við smábátahöfnina.
8. júní: Hamingjan er hér.
Upphafsstaður: Einarsgarður (skammt frá Umferðarmiðstöðinni og neðan við Laufásveg
Kl. 17:50 verða gerðar nokkrar æfingar og kl. 18 hefst gangan. Fjallað um Einar í garðyrkjustöðinni og hvernig svæðið þróaðist í almenningsgarð og um Pómónu (gyðja gróðurs og vaxtar sem horfir mót suðri). Gengið að Klambratúni þar sem gerðar verða hláturjóga- og hamingjuæfingar með Hamingju-Hrefnu úr Norðurmýri. Endað: Hlemmur mathöll
15. júní: Gróðurinn í miðborg Reykjavíkur
Upphafsstaður: Við Iðnó. Kl. 17:50 verða gerðar nokkrar æfingar og kl. 18 hefst gangan. Tekinn er góður hringur um miðborgina og fjallað um nokkur af trjánum og blómunum sem verða á vegi okkar á leiðinni. Endað: ofarlega á Laugavegi
22. júní: Litlu torgin í bænum
Upphafsstaður: Við Iðnó. Kl. 17:50 verða gerðar nokkrar æfingar og kl. 18 hefst gangan. Gengið er um nokkur af torgunum í Þingholtunum og við Hverfisgötu og Laugaveg. Fjallað um tildrög þeirra og þema á hverjum stað. Endað: á Hjartatorginu á milli Laugavegs og Hverfisgötu
29. júní: Höfnin og Örfirisey
Upphafsstaður: Við Hörpu. Kl. 17:50 verða gerðar nokkrar æfingar og kl. 18 hefst gangan. Gengið meðfram höfninni og sjávarsíðunni í Örfirisey. Bent á hvar uppfylling hefur komið í seinni tíð og hvernig höfnin þróaðist og skoðaðar minjar frá gamalli tíð. Endað: Grandi mathöll
7. júlí: Hólavallagarður og fleira
Upphafsstaður: Við Þjóðarbókhlöðuna. Kl. 17:50 verða gerðar nokkrar æfingar og kl. 18 hefst gangan. Gamli melavöllur, gengið framhjá Hólavallagarði og sagðar sögur af nokkrum þeirra sem þar hvíla, en þeir eru alls rúmlega 10 þúsund. Þaðan er farið að Kristskirkju og krókaleiðir á Ingólfstorg. Endað við Ingólfstorg.
14. júlí: Íslendingasögur í miðborginni
Upphafsstaður: Kjarvalsstaðir. Kl. 17:50 verða gerðar nokkrar æfingar og kl. 18 hefst gangan. Gengið um Norðurmýri og þann hluta miðborgarinnar þar sem götur heita eftir persónum úr Íslendingasögunum. Endað við Hallgrímskirkju
21. júlí: Guðjón Samúelsson í miðborginni
Upphafsstaður: Hallgrímskirkja. Kl. 17:50 verða gerðar nokkrar æfingar og kl. 18 hefst gangan. Farið verður um miðborgina og stoppað hjá nokkrum af þeim byggingum sem Guðjón Samúelsson teiknaði og þar sem áhrif hans koma fram. Endað í Lækjagötu
28. júlí: Stóra brandaragangan
Upphafsstaður: Hlemmur. Kl. 17:50 verða gerðar nokkrar æfingar og kl. Kl. 18 hefst gangan. Gengið verður um miðborgina og með stuttu millibili sagðir fimmaurabrandarar. Endað neðst á Skólavörðustíg.
Fróðleik um allar göngur og ferðir á vegum Vesens og vergangs má svo finna hér á síðunni: