sjalfbodastarf-i-evropu-1200x630

Sjálfboðastörf í Evrópu

Sjálfboðastörf í Evrópu eru vel kynnt á vefsíðu Vaxanda, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands, https://vaxandi.hi.is/file_topic/sjalfbodalidastarf/ Þar má meðal annars fræðast um Miðstöð sjálfboðaliðasamtaka í Evrópu (European Volunteer Center) um m.a. starf sjálfboðaliða á viðburðum, fjarsjálfboðaliða, verkfærakistu sjálfboðaliða og hvernig á að bjóða sjálfboðaliða velkomna. Miðstöðin heldur líka úti hlaðvarpi um sjálfboðavinnu í Evrópu (Center for Europen Volunteering).

Á síðunni eru hlekkir á norræn sjálfboðasamtök eins og samtökin Kansalaisareena í Finnlandi, Frivillighed í Danmörku og Noregi og Conord og Social Forum í Svíþjóð.

Greinar um sjálfboðastarf á Íslandi með titlum eins og Sjálfboðastörf á Íslandi, Þróun og rannsóknir, Hverju skipta sjálfboðaliðar fyrir íslensk félagasamtök?, Þátttaka í sjálfboðastarfi á Íslandi og Af hverju vinnur fólk sjálfboðastörf? eru birtar á síðu Vaxanda.

 

Skráð: 01.06.2022
Skip to content