Crrossroad 2

Tímamót hjá Vöruhúsinu

Vöruhús tækifæranna hefur hingað til starfað sem verkefni á vegum U3A Reykjavík og er stjórn þess skipuð af stjórn samtakanna og starfar samkvæmt sérstöku erindisbréfi. Stjórn Vöruhússins telur að kominn sé tími á breytingar og hugsa Vöruhúsið í stærra samhengi en hefur verið og jafnvel að stofna um það sjálfstætt almannaheillafélag eða sjálfstætt samstarfverkefni í samstarfi við hagaðila eins og stéttarfélög og Landssamband eldri borgara.

Ávinningur af samstarfi við hagaðila er er að ná til enn fleiri og meiri árangurs við þjónustu markhópa Vöruhússins, það er fólk sem er 50 ára og eldra. Ávinningur hagaðila er að einstaklingar innan þeirra geta fundið tækifæri í Vöruhúsinu til þess að eiga góð efri ár.

Skráð: 15.11.2023
Skip to content