Velkomin1200x632

Vöruhúsið á útlensku

U3A Reykjavík fékk styrk fyrr á árinu frá Félags- og vinnumálaráðuneytinu til þess að snúa efni á vef samtakanna og fréttabréfi þeirra yfir á erlend tungumál eins og ensku og pólsku. Samtökin deila styrknum með Vöruhúsi tækifæranna en þar eru tækifæri fyrir eldra fólk af erlendum uppruna til þess að nýta efri árin sér til gagns og gamans.

Sérstakur hópur á vegum samtakanna vinnur nú að því að snúa efni heimasíðna og fréttabréfanna yfir á ensku og pólsku og hugsanlega fleiri tungumál svo fleiri geti notið þess sem Vöruhúsið hefur upp á að bjóða.

Skráð: 15.11.2023
Skip to content