Skilaboð

Pönnusteikt rauðspretta með smælki
Efnisflokkar:
nýtt tækifæri
Skilaboð:

Rauðspretta

1 flak
Smjör
Salt

Aðferð: Rauðsprett­an er flökuð og skor­in í tvennt. Hitið pönnu með olíu. Rauðsprett­an er lögð í pönn­una heita, krydduð til með salti og pip­ar. Þegar rauðsprett­an er far­in að verða gull­in á lit bætið við smjöri og látið það bráðna. Þegar smjörið er bráðnað snúið henni við og ausið með smjör­inu í 30 sek og takið svo af pönn­unni.

Smælki-kart­öfl­ur

4 smælki
Aðferð: Smælki-kart­öfl­ur soðnar með hýðinu þar til mjúk­ar. Kæld­ar með köldu vatni og skorn­ar í tvennt, steikt­ar á pönnu með smjöri og hvít­lauk, smakkaðar til með salti og pip­ar.

Íslensk­ar gul­ræt­ur ofn­bakaðar

1 poki gul­ræt­ur
Olía
Salt
Pip­ar
Aðferð: Gul­ræt­ur í ofnskúffu með olíu, salti og pip­ar. Bakað á 160 í 30 mín. End­inn skor­inn af og skorn­ar í hæfi­lega stærð til að gefa með fisk­in­um. Gott að hita gul­ræt­urn­ar með kart­öfl­un­um þegar þær eru steikt­ar.

Epla- og möndlu­dress­ing

1 grænt epli
50 g möndl­ur heil­ar
1 shallot lauk­ur
50 g dill
20 g ólívu­olía
5 g epla­e­dik
Aðferð: Epli, möndl­ur, shallot-lauk­ur og dill saxað fínt í ílát. Allt sett sam­an með ol­í­unni og ed­ik­inu. Smakkað til með salti

Hollandaise sósa

1 eggj­ar­auða
100 g smjör
1 sítr­óna
Salt
Aðferð: Píska eggj­ar­auður yfir hitabaði í 70 gráður. Bræða smjör og hafa það um 60 gráður, blanda smjör­inu var­lega útí eggj­ar­auðurn­ar og hræra stöðugt í blönd­unni. Þegar allt smjörið er komið sam­an við er bara að smakka sós­una til með salti og sítr­ónusafa.

Sendandi: Sig­ur­jón Bragi Geirs­son
Tölvupóstfang: sbg@bla.is
Skráð: 25.02.2022
Skip to content