Lýsing: Markmið með Appollo art, sem er stafræn listasýning, er að gera verk eftir íslenska listamenn aðgengilegri þar sem verkin eru selda á netinu og brúa þannig bilið milli þeirra sem skapa verkin og þeirra sem kaupa þau. Með því að selja verk sín á netinu geta listamenn náð til stærri hóps áhugrasama kaupenda. Fjöldi listamanna er með verk sín á vefsíðu Appolloart.
Listaverkin á síðunni eru flokkuð eftir stíl eins og abstract og expressionisma, þemu eins og landslag og fólk, tækni eins og olía og vatnslitir, lögun eins og lárétt og lóðrétt, stærð og verðbil á listaverkunum og svo að sjálfsögðu eftir listamönnum. Jafnframt eru upplýsingar á vefsíðu Appolloart um skilmála og persónuverndarstefnu fyrirtækisins.
Listamenn geta sótt um að koma verkum sínum í sölu með því að fylla út þar til gert eyðublað á vefsíðunni.
Related