Krabbameinsfélagið leitar að sjálfboðaliðum í nýtt tilraunaverkefni á höfuðborgarsvæðinu: akstursþjónustu.
Reynslan sýnir að sumir eiga erfitt með að komast til og frá Landspítala til að sækja sína krabbameinsmeðferð eða rannsóknir. Markmið þjónustunnar er að bjóða krabbameinssjúklingum sem geta ekki nýtt sér önnur akstursúrræði, akstur til og frá spítalanum. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er einskorðað við höfuðborgarsvæðið.
Við leitum að einstaklingum sem:
· eru 30 ára og eldri
· hafa gild ökuréttindi
· hafa yfir eigin bifreið að ráða
· búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum
· hafa smá tíma aflögu í þágu góðs málstaðar
Sjálfboðaliðar akstursþjónustunnar fá fræðslu, þjálfun og handleiðslu frá fagfólki félagsins á námskeiði sem haldið verður í byrjun febrúar 2020.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk í ráðgjöf Krabbameinsfélagsins í síma 800 4040 eða í gegnum tölvupóst radgjof@krabb.is.
Umsóknir sendist á netfangið radgjof@krabb.is og umsóknarfrestur er til 20. janúar 2020.
Rekkar og hillur: