Sjalfbodalidi-2-1200x630
vaxandi-500x500

Evrópsk tækifæri fyrir sjálfboðaliða

Vaxandi, miðstöð um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands

Sæmundargata 2
Facebook:
https://www.facebook.com/samfelagslegnyskopun/
Instagram:
https://www.instagram.com/vaxandi_samfelagsleg_nyskopun/
Youtube:
https://www.youtube.com/channel/UCHTxM-aaI16xGrPvPUP4PHg
Lýsing:

Evrópsk tækifæri fyrir sjálfboðaliða má finna á vefsíðu Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands, https://vaxandi.hi.is/file_topic/sjalfbodalidastarf/ þar sem tekinn er saman fjölþættur fróðleikur um sjálfboðastörf í Evrópu. Upplýsingarnar, sem eru á íslensku, um sjálfboðastarf á síðunni eru miklar að vöxtum og fjölbreyttar. Má þar helst og fyrst nefna hagnýtar upplýsingar frá Miðstöð sjálfboðaliðasamtaka í Evrópu (European Volunteer Center) fyrir sjálfboðaliða á viðburðum, um fjarsjálfboðaliða og verkfærakistu sjálfboðaliða og hvernig á að bjóða sjálfboðaliða velkomna. Þar er líka að finna nokkuð sem heitir Verkfærasett fyrir sjálfboðaliða (Inclusive Volunteering Tool Kit) sem er fyrir þá sem vilja nýta sér vinnu sjálfboðaliða og upplýsingar um árangur af sjálfboðastarfi (European Volunteering Strategies). Miðstöðin heldur líka úti hlaðvarpi um sjálfboðavinnu í Evrópu (Center for Europen Volunteering).

Norrænna samtaka um sjálfboðastörf er einnig getið á undirsíðunni eins og samtökin Kansalaisareena í Finnlandi, Frivillighed í Danmörku og Noregi og Conord og Social Forum í Svíþjóð. Hægt er að nálgast þessi samtök frá vefsíðu Vaxandi.

Á sömu síðu eru birtar greinar um sjálfboðastarf á Íslandi með fyrirsögnum eins og Sjálfboðastörf á Íslandi, Þróun og rannsóknir, Hverju skipta sjálfboðaliðar fyrir íslensk félagasamtök?, Þátttaka í sjálfboðastarfi á Íslandi og Af hverju vinnur fólk sjálfboðastörf?

Markmið Vaxandi er „… að efla þekkingu á starfi félagasamtaka á Íslandi og annarra sem starfa án hagnaðarvonar með sérstakri áherslu á samfélaga nýsköpun og félagslega frumkvöðla.“ eins og segir á vefsíðu miðstöðvarinnar. Ennfremur að með „…samfélagslegri nýsköpun (e. social innovation) er hér átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila.“ Miðstöðin Vaxandi og Almannaheill vinna að samstarfsverkefnum með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Rekkar og hillur:

Nýr starfsferill:
sjálfboðastarf
Staðsetning
Skip to content