Lýsing: Heilsuvera.is er heilbrigðisgátt/vefsíða fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Þar er hægt að nálgast á öruggan hátt eigin upplýsingar sem skráðar eru innan heilbrigðiskerfisins eins og um lyfjanotkun og bólusetningar. Á vefsíðunni er einnig hægt aö bóka tíma í heilsugæslu og óska eftir endurnýjun lyfjaávísana á rafrænan hátt. Heilsuvera.is er hins vegar í stöðugri og er stefnt að því að öll sjúkraskrá einstaklinga verði þar aðgengileg. Embætti landlæknis hefur þróað heilbrigðisgáttina Heilsuvera.is í samstarfi m.a. við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur gáttin fengið tvær viðurkenningar, annars vegar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu árið 2015 og hins vegar sem besti íslenski vefurinn árið 2014.
Related