hrutakofinn-1200x630
borgarbokasafnid-logo-500x500

Hrútakofinn - Leshringur karla

Borgarbókasafnið

Tryggvagata 15
Facebook:
https://www.facebook.com/Borgarbokasafnid
Tölvupóstfang: hrutakofinnleshringur@gmail.com
Lýsing:

Hrútakofinn er leshringur á vegum Borgarbókasafnsins ætlaður karlmönnum sem vilja kynnast nýju lesefni og deila lestrarreynslu sinni. Fundir Hrútakofans eru haldnir fyrsta miðvikudag í mánuði á Borgabókasafninu Spönginni í Grafarvogi kl. 17:30 – 18:30.

Leshringurinn er öðruvísi en hefðbundnir leshringir að því leytinu að ekki  er endilega gert ráð fyrir því að allir þátttakendur lesi sömu bókina heldur velji hver og einn sína bók og kynni hana og ræði um efni hennar á fundum. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir því að það sé endilega verið að lesa einungis skáldsögur heldur einnig alls kyns fræðandi og áhugaverðar bækur.

Öllum körlum er vel tekið og enginn skammaður þó að hann hafi ekki klárað bókina sína en nauðsynlegt er að skrá sig á netfangið: hrutakofinnleshringur@gmail.com

Rekkar og hillur:

Lífsfylling:
félagsskapur
samfélagsvirkni
Staðsetning
Skip to content