Oddi - Háskóli Íslands
H.I.

Nám í opinberri stjórnsýslu

Háskóli Íslands

Sæmundargata 2, 102 Reykjavík
Engar upplýsingar um samfélagsmiðla
Lýsing:

Á vef Háskóla Íslands kemur fram að meistaranám í opinberri stjórnsýslu geti greitt þér leið og styrkt þig í starfi og er þá sama hvort um stofnanir ríkis eða sveitarfélaga sé að ræða eða ef þú kýst svo, í starfi hjá félagasamtökum. Ekki aðeins námið mun nýtast þér því í því munt þú kynnast fólki með ólíka menntun og starfsreynslu sem vill efla fræðilega og hagnýta þekkingu sína á sviði stjórnunar innan hins opinbera eða á sviðum sem því tengjast.

Boðið er upp á þrjár mismunandi leiðir  í opinberri stjórnsýslu:

Diplomanám í opinberri stjórnsýslu, 30 einingar,

Diplómanám í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu, 30 einingar.

MPA-nám í opinberri stjórnsýslu sem er fræðilegt og hagnýtt 120 e. framhaldsnám. Hægt er að velja um 13 mismunandi áherslusvið innan námsins. Kjörsvið innan námsins eru: MPA, Alþjóðasamskipti , Evrópuréttur, Fjölmiðlun og boðskipti, Fötlunarfræði, Hagnýt jafnréttisfræði, Lýðheilsuvísindi, Mannauðsstjórnun, Nýsköpun og þróun þjónustu og starfshátta, Stjórnsýsla sveitarfélaga , Stjórnsýsluréttur, Stjórnun menntastofnana, Umhverfisstjórnun, Upplýsingastjórnun og rafræn samskipti , Verkefnastjórnun og Þjóðaréttur.

Diplomanám er metið að fullu inn í mastersnámið.

Rekkar og hillur:

Færni:
nám og fræðsla
Staðsetning
Skip to content