nemendur 1200x631
oh-logo

Nám um þriðja æviskeiðið

Opni háskólinn

Menntavegur 1
Facebook:
https://www.facebook.com/opnihaskolinn/
Instagram:
https://www.instagram.com/opnihaskolinn/
Símanúmer: 599 6300
Tölvupóstfang: opnihaskolinn@hr.is
Lýsing:

Þriðja æviskeiðið er viðfangsefni náms sem Opni háskólinn og sprotafyrirtækið Magnavita standa fyrir. Í náminu munu nemendur setja sér markmið fyrir æviskeiðið og með því fjölgað „…góðum, spennandi og heilbrigðum æviárum.“ eins og segir á vefsíðu Opna háskólans og ennfremur með því skipuleggja innihaldsríkt líf. Lögð verður áhersla á andlega og líkamlega hreysti, félagsleg tengsl, gleði og virkni.

Námið, sem kostar kr. 780.000, hefst í janúar 2023, er skipt um í 10 námskeið sem skiptast á tvær annir, vor- og haustönn 2023. Vorönn hefst 10. janúar og stendur til 25. apríl og haustönn hefst 6. september og stendur til 13. desember. Kennt er einn dag í viku, á þriðjudögum frá kl. 9:15 til kl. 15:00. Skráning er hafin og geta þeir sem eru á aldrinum 55 til 75 ára sótt um og er hámarksfjöldi 40 manns. Námið er sagt við allra hæfi en nemendur þurfa að hafa grunnfærni í ensku og tölvunotkun. Nánari upplýsingar um námið sem og nafn, netfang og símanúmer verkefnisstjóra þess er að finna á vef Opna háskólans https://oh.ru.is/namskeid/magnavita/?plid=223965. Til upplýsinga er Opni háskólinn innan Háskólans í Reykjavík.

Rekkar og hillur:

Færni:
nám og fræðsla
Staðsetning
Skip to content