Lýsing: Tækifæri fyrir fullorðna til þess að láta drauminn rætast og læra spænsku með því fara í skiptinám á Spáni.
Með skiptináminum er hægt að ná fljótt árangri í spænsku með einkakennslu og sérsniðnum verkefnum í náminu. Um leið gefst tækifæri til þess að kynnast Spánverjum og fara í ferðalög sem tengjast náminu. Nemendur læra tungumálið í daglegum samvistum með kennara sínum og tala það frá morgni til kvölds en þess líka gætt að formlegt nám sé haft með eins og að æfa sig í að skrifa spænsku.
Hægt er að velja að fara í skiptinámið hjá Mayte í Madrid (einungis fyrir konur) eða dvelja í íbúð í þorpinu Zafra og búa út af fyrir sig og fá spænskukennara til sín.
Verð á skiptinámi fer eftir dagskránni sem sett er saman fyrir hvern nemanda.
Related