U3A-Online-Forsidumynd-1200x630
u3a-online-logo-100x100

U3A Online

U3A Online

Facebook:
https://www.facebook.com/U3A-Online-128184030591120
:
Lýsing:

U3A Online námskeið eru á netnámskeið án prófa sem eru einkum ætluð eldra fólki og yngri fötluðum einstaklingum hvar sem er í heiminum en eru öllum opin. Kennsla fer fram á ensku og er að nokkru miðuð við enska menningu enda er miðstöð U3A Online í Ástralíu. Námskeiðin ná yfir efni eins og sagnfræði, skriftir, vísindi og heimsmál og lífsstíl og eru öll talin upp á vefsíðu U3A Online eftir því hvort að stunda á námið sjálfstætt eða með kennara. Sjálfstætt nám er hægt að stunda að vild eftir að árgjald er greitt en nám með kennara er miðað við ákveðinn upphafsdag. Kostnaður við að stunda nám með kennara er hærri eða sem nemur fimm hundruð krónum.Kostur þess að sækja námskeið hjá U3A Online er að hægt er að stunda námið heima eða hvar sem er eftir hentugleika. Allt sem þarf er tölva, spjaldtölva eða sími og nettenging. Til þess að sækja námskeið þarf fyrst að gerast meðlimur U3A Online og er þá greitt árgjald að upphæð 30 áströlskum dollurum, tæpar þrjú þúsund íslenskar krónur, og er þá hægt að sækja ein mörg námskeið eins og hugur stendur til án þess að greiða meira. Fyrir félög kostar árgjaldið 15 ástralska dollara eða um 1.500 íslenskar krónur en þá þarf að greiða aukalega fyrir hvert námskeið.

Rekkar og hillur:

Stofnun fyrirtækis:
aðstoð
Staðsetning
Skip to content