Lýsing: Lótushús í Garðatorgi í miðbæ Garðabæjar er hugleiðsluskóli sem starfræktur hefur verið frá árinu 2000 þar sem boðið er upp á ókeypis hugleiðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið hvort sem er á staðnum eða í gegnum streymi á Zoom.
Auk þess býður Lótushús upp á app þar sem hægt er að hlaða niður hugleiðslum í tölvu eða í smartsíma notendum að kostnaðarlausu. Hugleiðslurnar eru mislangar og taka á helstu viðfangsefnum sem nútímamanneskjan glímir við í daglegu lífi. Hugleiðslurnar eru einfaldar að uppbyggingu og henta byrjendum jafnt sem lengra komnum.
Related