Neytendasamtökin
Neytendasamtökin - Lógó

Er ágreiningur við seljendur vöru eða þjónustu?

Neytendasamtökin

Guðrúnartúni 1
Facebook:
https://www.facebook.com/neytendasamtokin
Símanúmer: 545 1200
Tölvupóstfang: ns@ns.is
Lýsing:

Neytendasamtökin hafa boðið upp á leiðbeiningar- og kvörtunarþjónustu allt frá stofnun samtakanna, árið 1953.

Neytendur geta leitað til samtakanna lendi þeir í ágreiningi við seljendur eða hafi þeir spurningar varðandi neytendamál. Þeir fá annars vegar upplýsingar um réttarstöðu sína, aðstoð við næstu skref máls eða aðstoð með sérstakri milligöngu ef neytendum tekst ekki sjálfum að leysa mál í samráði við seljanda. Milliganga fyrir hönd neytenda er þó bundin félagsaðild og því þurfa neytendur að gerast félagsmenn, séu þeir það ekki fyrir, svo samtökin geti tekið að sér milligöngu í einstökum málum.

Neytendaaðstoðin er opin alla virka daga og geta félagsmenn leitað til hennar með símtali, í gegnum tölvupóst eða með heimsókn á skrifstofu Neytendasamtakanna.

Félagsmenn eiga greiðari aðgang að þjónustunni, vegna aðildar sinnar að samtökunum, og geta leitað til samtakanna alla virka daga á opnunartíma. Þeir sem eru ekki félagsmenn geta einungis haft samband við samtökin á fimmtudögum. Þurfi utanfélagsmenn á frekari aðstoð að halda (hvort sem það er með milligöngu eða nánari skoðun á máli) geta þeir gengið í samtökin.

Rekkar og hillur:

Réttindi:
félagsleg réttindi
fjárhagsleg réttindi
Staðsetning
Skip to content