Embla er nýtt og spennandi app fyrir iPhone og Android snjallsíma. Þú getur talað við Emblu á íslensku, spurt hana spurninga og hún svarar um hæl. Embla getur spáð fyrir um veðrið, svalað forvitni þinni um fólk sem hefur verið í fréttum og frætt þig um fyrirtæki, stofnanir og fyrirbæri. Embla svarar spurningum á borð við: Hvernig er veðrið í Borgarnesi? Hvar er næsta stoppistöð? Hvenær kemur strætó númer 14 á Hlemm? Hvar er ég? og Hvað er langt í Melabúðina? Hún getur líka sagt þér hvað klukkan er, reiknað einföld stærðfræðidæmi og breytt upphæðum á milli gjaldmiðla. Hægt er að sækja Emblu fyrir iPhone og iPad í Apple App Store og fyrir Android snjalltæki í Google Play Store. Fyrirtækið Miðeind ehf (https://mideind.is/index.html) hefur hannað Emblu, sem er í stöðugri þróun. Hún byggir á íslensku máltæknivélinni Greyni.
Rekkar og hillur: