Lýsing: U3A í Reykjavík stendur fyrir vikulegum fræðslufundum alla þriðjudaga kl. 16:30 – 18:00 í Hæðargarði 31. Þar fjalla fræðimenn og sérfræðingar á ýmsum sviðum um fjölbreytt efni bæði í samtíð og fortíð. Áheyrendum gefst tækifæri til að setja fram spurningar til fyrirlesara. Á meðan Covid 19 samkomutakmarkanir gilda er fyrirlestrunum streymt á Zoom. Fyrirlestrarnir eru ókeypis fyrir alla félagsmenn U3A en auðvelt er að gerast félagi með skráningu á vefsíðu U3A Reykjavík: https://u3a.is/felagaskra/
Related