Lýsing: Leiðsögunám hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands er nám á háskólastigi og telst 60 einingar nám. Námið tekur tvö misseri og er kennt er tvisvar í viku milli kl. 16:10 og 19:55 í staðnámi en einnig er leiðsögunámið kennt í fjarnámi. Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með ferðamenn um Ísland í samræmi við Evrópustaðal ÍST EN 15565:2008 eins og segir á vef Endurmenntunar. Á vef Endurmenntunar kemur skýrt fram hvaða þekkingu nemandi á að hafa öðlast að námi loknu eins og „Hafa haldgóða þekkingu á helstu þáttum náttúrufars, sögu og menningar Íslands, ásamt þróun íslensks samfélags og geti miðlað þeirri þekkingu til ferðamanna með aðferðum umhverfistúlkunar.“ Námsgjald er kr. 790.000.
Related