Markaðssetning á sjálfum þér
Athygli - markaðssetning á sjálfum þér
Á síðu fyrirtækisins Athygli er að finna upplýsingar um hvernig skal markaðssetja sjálfan sig. Þar segir „Á þessum tímum er ímynd og orðspor okkar sífellt mikilvægara”. Við skoðum fólk strax á netinu ef við viljum afla okkur upplýsinga og dæmum hratt og drögum ályktanir. Af þeim sökum hefur aldrei verið mikilvægara en nú að gæta að orðspori sínu og huga að mikilvægustu markaðssetningu sem við öll gerum þ.e markaðssetningunni á okkur sjálfum!“
Nútímasamskipti eru hröð og viðbragðstími að sama skapi stuttur.
Skipulögð miðlun upplýsinga er mikilvægari en nokkru sinni fyrr þegar skjót og hnitmiðuð viðbrögð og góð samskipti geta skipt sköpum fyrir fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir.
Athygli er eitt elsta ráðgjafarfyrirtæki á sviði samskipta á Íslandi, stofnað árið 1989.
Við erum fjölbreytt teymi fagfólks með ólíka reynslu og sjónarhorn. Við skilgreinum vandmál og áskoranir, veitum innsýn, víkkum sjónarhornið og skerpum á rökum til að ná betur til almennings og hagaðila.
Í krafti fjölbreyttrar reynslu og ólíkrar sérhæfingar veitum við heildstæða og faglega þjónustu samskipta þar sem grunngildi okkar – heiðarleiki, frumkvæði og trúverðugleiki – eru höfð að leiðarljósi.
Samfélagsmiðlun – samskiptaráðgjöf – fjölmiðlatengsl – markaðstengsl – námskeið og fyrirlestrar – almannatengsl – skýrsluskrif og textavinna – krísustjórnun – krísuáætlanir – jafnréttisáætlanir – þýðingar – kynningarverkefni
Related
Rekkar og hillur: