nám og fræðsla

Skiptinám fyrir fullorðna

Ferðaskrifstofan Mundo býður upp á skiptinám fyrir fullorðna til þess að læra spænsku. Námið fer fram í Madrid (einungis fyrir konur) með einkakennslu í daglegum samskiptum við kennarann eða í þorpinu Zafra þar sem nemandinn býr út af fyrir sig og kennarinn kemur í heimsókn. Verð á náminu miðast við dagskrá nemandans.

Bridge er brú til gleði

Bridge kennsla og spilakvöld Bridgeskólinn heldur reglulega námskeið í Bridge. Byrjað er alveg frá grunni og farið yfir undirstöður Standard sagnakerfisins. Framhaldsnámskeið eru einnig reglulega í boði. Námskeiðin henta breiðum hópi spilara og ekkert mál að mæta stakur/stök. Auk þess eru skipulögð spilakvöld vikulega undir leiðsögn kennara.

Nám um þriðja æviskeiðið

Nám um þriðja æviskeiðið á vegum Opna háskólans og sprotafyrirtækisins Magnavita mun hefjast í janúar 2023 og er skráning hafin.

Leiðsögunám hjá EHÍ

Leiðsögunám hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands er nám á háskólastigi og er í samræmi við Evrópustaðal ÍST EN 15565:2008.

Skip to content