Dorian Minitzer

Taktu efri árin með trompi – Hlaðvarp

Við vekjum hér athygli á hlaðvarpi sem dr. Dorian Mintzer, markþjálfi heldur úti á Netinu, og kallar ”Revolutionize your Retirement” og hægt er að nálgast á slóðinni:
https://revolutionizeyourretirementradio.buzzsprout.com/

Í hlaðvarpinu  er og verður að finna áhugaverð erindi um hvernig skipuleggja megi eftirlaunaárin og njóta þeirra ára sem einkennast af gleði og auknu sjálfstrausti. Þar eru m.a. ræddir þættir á borð við væntingar, fjármál, lífstíl, sjálfsmynd og heilsu.

Dorian, Mintzer er búsett í Bandaríkjunum, hefur faggildingu sem starfslokamarkþjálfi og er ráðgjafi og vinsæll fyrirlesari sem m.a. hefur um langt skeið boðið mánaðarleg viðtöl á Netinu við fjölmarga sérfræðinga sem rannsaka og veita ráðgjöf um hvernig best megi undirbúa starfslok og eftirlaunaárin til þess að njóta þeirra sem best.

Vefsíðu Dori má skoða á slóðinni: https://RevolutionizeRetirement.com.

Skip to content